Færsluflokkur: Bækur

Bráðum eitt ár...

... frá því að síðasta bloggfærsla var skrifuð. Spurning um að athuga hvort ég kunni á þetta enn Wink En það hefur enginn tími verið fyrir blogfærslur, aðrir hlutir gengið fyrir, svona eins og vinnan og hestarnir yndislegu Smile ... já og blessuð fésbókin Blush En nú er jú sumarfrí og þá flæðir orkan um kroppinn og háttatíminn er ekki lengur upp úr kl. 21 á kvöldin!

En annars er ég nýkomin úr frábærri hestaferð! Mín fyrsta svona frá a-ö og ég verð að segja að þetta er mátinn til að gleyma stund og stað og kúpla sig algerlega út úr þeim veruleika sem maður annars hrærist í.

Svo langar mig að mæla með einum frábærum rithöfundi; Vilborgu Davíðsdóttur! Eg hef verið að lesa bækurnar hennar, nú síðast Eldfórnina. Og nú bíð ég eftir næstu bók sem mér skilst að eigi að koma út í haust Smile Hlakka til!

                Dagbjört


Finnst þér stundum erfitt að skilja konur???

Everything men know about womenHvað vita karlmenn um konur? Bókin Everything Men Know about Women hefur svörin sem nýtast bæði körlum og konum.  Nýtast körlum til að skilja konur betur og átta sig á því hvernig best er að nálgast þær og umgangast. Og nýtast ekki síður konum til að skilja og átta sig á hvernig karlar hugsa um konur.

Höfundurinn, Dr. Alan Francis, tekur á hinum ýmsu klemmum (dilemmas) sem karlmenn velta fyrir sér. Hvernig best sé að vingast við kvenfólk, rómantík og kvenfólk, nánd og kvenfólk, að skuldbindast kvenfólki og síðast en ekki síst; hvernig best sé að fullnægja kvenfólki. 

Dr. Francis byggir bókina á áralöngum rannsóknum þar sem hann hefur talað við fjöldan allan af karlmönnum úr öllum þjóðfélagsstigum. 

Ég mæli með bókinni og eins og áður segir tel ég hana nýtast báðum kynjum. Góð bók til að fletta upp í og finna svörin fyrir hinum ýmsu flækjum eða hindrunum sem fólk lendir í. 

Dagbjört 


Alkemistinn og Hrafninn

HrafninnÉg er nýbúin að lesa bækurnar Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur og Alkemistinn eftir Paulo Coelho. Þetta eru mjög ólíkar sögur en samt semáður finn ég ýmislegt sameiginlegt með þeim. T.d. hræðsluna við hið óþekkta, drauma og þrár og það að sjá merkin sem umhverfið sendir okkur.
Hvort sem það eru merki frá fólki, náttúrunni eða almættinu.

Hrafninn er söguleg skáldsaga og þær finnast mér mjög skemmtilegar. Alltaf gaman að lifa sig inn í sögusvið sem gerðist fyrir langa löngu þegar skemmtilegar og raunsannar lýsingar fylgja um lífshætti, siði og venjur manna. Og svo fjallar Vilborg á mjög skemmtilegan hátt um samskipti Inúíta og Norrænna manna og fordóma þeirra á milli.

 

 

AlkemistinnAlkemistinn var fljót lesin, en ekki auðmelt. Það er eins og hver blaðsíða sé hlaðin visku. Visku sem hver lesandi getur skilið á sinn hátt út frá sinni eigin reynslu. Maður mátar sig við innihaldið og nær á einhvern hátt að skilja eigin aðstæður og hugsanir á annan hátt en áður. Svo grunar mig að þetta sé bók sem ég eigi eftir að glugga í seinna meir, opna hana á tilviljakenndan hátt og máta söguna við líf mitt og tilveru þá stundina.  Og vonandi skilja lífið betur en áður...

 Mæli með báðum þessum bókum Smile

                        Dagbjört


Norske poteter og postmodernistiske negre

Norske poteter og postmodernistiske negreFyrir þá sem hafa áhuga á samskiptum fólks mæli ég með þessari bók. Ég verð þó að viðurkenna að ég skil ekki ennþá alveg hvað höfundurinn meinar með postmodernistiske negre... kannski það renni upp fyrir mér einn daginn. Í bókinni segir Walid Al-Kubaisi frá samskiptum innflytjenda og Norðmanna í Noregi . Þetta eru ýmist dæmi úr hans eigin reynslu eða úr reynsluheimi annarra. Stundum táraðist ég af hlátri, en öðrum stundum táraðist ég vegna þess hve sárt ég fann til með þeim sem áttu í hlut.

Walid er upprunalega frá Bagdad og hefur búið í Noregi frá 1986. Hann er gagnrýninn í skrifum sínum bæði á hinn almenna Norðmann sem og trúbræður sína. Við lestur bókarinnar fannst mér ég fá örlitla innsýn í hugsanagang múslima, þá miklu togstreitu, óöryggi og jafnvel örvæntingu sem myndast getur þegar fólk flyst í gerólíkt samfélagi,. Hann segir t.d. frá íröskum manni sem ólst upp í einum af heilugustu bæjum Shía múslíma. Þessi maður hafði aldrei séð andlit konu fyrr en 19 ára gamall er hann fór sem hermaður til Bagdad. Þegar hann svo kom sem kvótaflóttamaður til Noregs átti hann í fyrsta sinn í daglegum samskiptum við konur... þær voru léttklæddar, þær brostu til hans. Hann var augljóslega ekki læs á norska menningu og rangtúlkaði algerlega skilaboðin úr umhverfinu. En það sem höfundurinn gerir svo vel er að útskýra fyrir lesandanum forsendur norðmanna og svo forsendur múslima, þ.e. af hverju misskilningur á sér stað.

Mæli með þessari bók Smile


Skolan mitt i förorten

Ein af bókunum sem ég er að lesa þessa dagana heitir Skolan mitt i förorten eftir félagsfræðinginn Nihad Bunar (reyndar verð ég að viðurkenna að ég er í basli með að skilja orðið förorten). Ég er bara rétt að byrja svo ég get ekki sagt mikið um bókina. En í henni skrifar Bunar m.a. um fjölmenningu, aðlögun, aðskilnað og aðferðir skóla og nemenda til að takast á við afleiðingar aðskilnaðar. Bunar er Bosníumaður sem kom sem flóttamaður til Svíþjóðar 21 árs gamall og starfar m.a. við rannsóknir við Háskólann í Stokkhólmi. Hér má sjá viðtal við hann sem ég fann á netinu.

Dagbjört


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband