Háskólinn á Akureyri.

Það var hringt í mig í kvöld frá Háskólanum á Akureyri (HA) og ég beðin að taka þátt í kynningu á skólanum föstudaginn 11. apríl, þar sem ég myndi segja frá meistaraverkefni mínu. Ég var voða upp með mér, en varð því miður að afþakka gott boð þar sem ég verð sem formaður skólamálanefndar FL á þingi Kennarasambands Íslands. Ég er hins vegar að hugsa um að segja frá upplifun minni af HA.

Ég byrjaði framhaldsnám við kennaradeildina haustið 2004. Mín fyrsta upplifun var hve allir voru jafnir, kennarar sem nemar, og hve mannlegur skólinn er. Það er mikið lagt upp úr gagnrýnni hugsun og umræðu nemendanna. Sem er mjög gott því kennarar með starfsreynslu þurfa oft að tjá sig ansi mikið Wink En eftir því sem á leið námið var greinilegt að nemarnir urðu flinkari í að ígrunda orð sín og skoðanir og koma þeim á framfæri. 

Það sem ég hef persónulega fengið út úr náminu er ansi margt. En til að nefna eitthvað að þá hefur t.d. allt námsumhverfi breyst ansi mikið frá því að ég var í Fósturskóla Íslands fyrir 15 til 18 árum!!! Og fyrir árið 2004 kunni ég ekki til verka þegar kom að upplýsingaleit í hinum ýmsu gagnabönkum sem finna má á netinu. Í dag þá kann ég það. Ég kann að leita mér þekkingar sem ég hef þörf fyrir eða áhuga á og nýta mér hana í leik eða starfi. Ég er miklu öruggari en áður, ég ígrunda það sem ég sé, heyri og les meira en áður. Og það er eitthvað sem ég held og veit að muni nýtast mér mjög mikið í framtíðinni.  Og með rannsóknarvinnu minni hef ég öðlast dýrmæta innsýn og skilning á aðstæðum ákveðins minnihlutahóps innflytjenda á Íslandi. Sú innsýn og þekking nýtist mér síðan í samskiptum við fólk almennt, og það er ekki spurning að það reynir ansi mikið á samkiptahæfileika leikskólakennara. Nú, svo er eitt mjög praktískt atriði sem á eftir að nýtast mér í starfi og félagsstörfum, það er sú mikla þjálfun sem ég hef fengið í að skrifa texta! Ég er sko sannarlega ekki fullnumin í þeirri list, en ég er komin langa leið frá því sem var. Það er margt annað sem ég gæti talið upp, en ég læt þetta nægja að sinni. Ég er allavega mjög ánægð og mæli með þessu námi Smile

Kveðja, Dagbjört 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gangi þér vel skvís

Sólrún J (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Takk fyrir Sólrún

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 7.4.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband