Jeeves og Wooster

Munið þið eftir þeim Jeeves og Wooster? Hinn klári og geðþekki þjónn, Jeeves, sem leikinn er af Stephen Fry og hinn uppátækasami 'sjéntilmaður' Berthram Wooster. Ég ætla að fara að endurnýja kynni mín af þeim félögum þar sem í gær var fjárfest í safn-mynddiskum með þeim félögum. Upp í hugann kemur píanóleikur, hraðskreiðar (á þess tíma mælikvarða) glæsibifreiðar, hin ótrúlegustu uppátæki Wooster og Jeeves að bjarga vinnuveitanda sínum og að pressa föt... Svo er bara a vona að þættirnir standi undir væntingum og að þeir kitli hláturtaugarnar jafn mikið og þeir gerðu fyrir rúmlega 20 árum eða svo LoL

                Kveðja, Dagbjört
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei veistu Jeeves og Wooster hafa bara alveg farid fram hja mér. Enda er madur svo nýr af nálinni eins og tú veist.

Datt hreinlega inn á síduna hjá tér, vard nú samt ekkert meint af tví fallinu sko.

OXOXOXOX 

Siggi Bess

madursem.bloggar.is mun vakna til lífins innan skamms

Sigurdur Kr Bess (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 14:47

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá
Prik dagsins
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

En gaman að þú skulir nú kíkja við Siggi Og gott að þér varð ekki meint af fallinu ljúfurinn. Og já, tókstu svo ekki eftir að 'linknum' á bloggið þitt hérna á síðunni?  Hvað varðar Jeeves og Wooster, þá er nú ekki von að þú munir ekki eftir þeim... enda ertu ennþá bæði ungur og sætur

OXOXOX 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 5.5.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband