Færsluflokkur: Bloggar
29.7.2009 | 23:31
Bráðum eitt ár...
... frá því að síðasta bloggfærsla var skrifuð. Spurning um að athuga hvort ég kunni á þetta enn En það hefur enginn tími verið fyrir blogfærslur, aðrir hlutir gengið fyrir, svona eins og vinnan og hestarnir yndislegu ... já og blessuð fésbókin En nú er jú sumarfrí og þá flæðir orkan um kroppinn og háttatíminn er ekki lengur upp úr kl. 21 á kvöldin!
En annars er ég nýkomin úr frábærri hestaferð! Mín fyrsta svona frá a-ö og ég verð að segja að þetta er mátinn til að gleyma stund og stað og kúpla sig algerlega út úr þeim veruleika sem maður annars hrærist í.
Svo langar mig að mæla með einum frábærum rithöfundi; Vilborgu Davíðsdóttur! Eg hef verið að lesa bækurnar hennar, nú síðast Eldfórnina. Og nú bíð ég eftir næstu bók sem mér skilst að eigi að koma út í haust Hlakka til!
Dagbjört
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 22:42
Götugrill á Dalvík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2008 | 16:34
Þriðji ísbjörninn í Danmörku...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2008 | 16:00
Sumarfrí... og fleira.
Uppþvottavélin malar, þurrkarinn hefur þagnað, rigningardroparnir falla niður af þakinu og í fjarska sé ég þokuna liðast um fjöllin - friður og ró. Það er komið langþráð sumarfrí, eða svona hér um bil, það er alla vega hafin sumarlokun í leikskólanum. Það hefur verið svo ótrúlega mikið að gera undanfarna mánuði að ég veit eiginlega ekki hvar ég ætti að byrja... en einu verð ég nú að segja frá!
Ég lauk meistararitgerðinni í vor og brautskráðist frá Háskólanum á Akureyri með M.Ed. og það með fyrstu einkunn (voða stolt af því). Ég er alveg ótrúlega ánægð með að hafa lokið þessu, mér finnst stærsti sigurinn vera sá að hafa ekki gefist upp! Ég kláraði og má vera stolt með afraksturinn Ég er samt ekki alveg búin að átta mig á að ég er búin með þetta; að þurfa ekki að setjast niður á kvöldin og á helgum við að skrifa og pæla. Hef í rauninni ekki haft tíma til að átta mig á því. Í maí tók ég við stöðu skólastjóra í leikskóla hér á Dalvík og því hefur í raun verið alveg fyllilega nóg að gera!
Annað sem mig langar að segja frá er að ég fór á sumarnámskeið/ráðstefnu á vegum NLS í Danmörku nú um daginn. Yfirskrift ráðstefnunnar var UTBILDNING OCH PROFESSION I EN FÖRÄNDERLIG TID og þar var t.a.m. verið að velta fyrir sér framtíðinni; einstaklingum framtíðarinnar, menntun framtíðarinnar, hvernig við viljum að menntun framtíðarinn verði o.s.frv. Við hlustuðum t.a.m. á framtíðar-rannsakandann Anne-Marie Dahl. Hún velti upp ýmsum spurningum varðandi framtíðina í ljósi sögunnar. Eins og að fyrr á tímum þurftum við á verkviti eða líkamlegum styrki á að halda, undanfarin ár eða áratugi hefur hugvitið verið brýnt fyrir vinnumarkaðinn, en hvað ætli framtíðin þurfi á að halda? Anne-Marie velti því fram hvort það geti verið 'tilfinningasviðið'. E.t.v. er rétta orðið 'brjóstvit' en ég er samt ekki alveg viss um það. Að við séum á leið frá þekkingarsamfélaginu til tilfinningarsamfélagsins - Fra informations til følelsessamfund. Hún velti því einnig fram hvort pýramídi Maslows muni snúast við í framtíðinni... Þeir sem vilja kíkja á glærur frá henni þá er þær að finna hér. Einnig hlustuðum við á Anders Rusk sem er formaður finnsku kennarasamtakanna (svona eins og Eiríkur er hjá KÍ). Hann fjallaði um 'finnska undrið', kosti þess og galla. Eins og finnskir kennarar njóta mikillar virðingar í finnsku samfélagi, viðhorf til þeirra er sambærilegt við viðhorf til lækna og lögfræðinga. Hann talaði um að það væri mikill agi í finnskum skólum, að kennarinn réði í skólastofunni, en hann minntist einnig á að finnskum nemendum líður ekki vel og að mikil vöntun verði á skólastjórnendum á komandi árum í finnskum skólum. Og ekki er allt gott við það að skora hátt í PISA, þá reynist erfitt að fá meiri peninga inn í skólakerfið; 'af hverju ættuð þið að þurfa meira fé, það gengur jú svo vel!'. Og finnskir kennarar þurfa meistaragráðu til að kenna, en ekki allir kennarar. Finnskir leikskólakennarar sitja eftir öðrum kennurum hvað menntun varðar og njóta heldur ekki sömu virðingar í samfélaginu.
Nú er uppþvottavélin þöggnuð, ekki sést lengur í fjöllin vegna þoku og ég sé að önnur kisan mín hún Tuðra er vel haldin, án þess þó að klára matinn sinn sem henni er gefinn hér heima - spurning hvernig smáfuglunum líður....
Kv. Dagbjört
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2008 | 18:42
Áskorun
Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá Prik dagsins
Kv. Dagbjört
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2008 | 16:40
Rommkúlur, Mallorka og Súperman
Hafiði smakkað rommkúlur?? þær eru bara unaðslegar.... og þær renna ljúft niður með hverju sem er; rauðvíni, te og þess vegna eintómar líkt og í þetta sinn. Já og svo er það Súperman, er að horfa á myndina - góð mynd, frábær myndataka og leikarar eru vel valdir í hlutverk. Hinn ungi Súperman nær meira að segja hinum gamla góða ansi vel. Já og svo þetta með Mallorka. Var að ganga frá stelpuferð með dóttur minni til Mallorka í júlí Það verður bara frábært! Hef aldrei farið með dóttur minni (né syni) til sólarlanda (hef bara farið einu sinni sjálf). Verður útskriftarferð fyrir okkur báðar; hún úr grunnskóla og ég úr meistaranámi
Kveðja, Dagbjört
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.1.2008 | 18:47
Litlu krílin ... sem eru nú eiginlega engin kríli lengur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 17:09
Gleðilegt ár!
Þá er árið 2008 hafið. Árið sem ég ætla að öðlast frí frá tölvunni, námsbókum og öðrum streituvaldandi gögnum og get leyft mér að horfa á Leiðarljós og annan óskunda með góðri samvisku En til þess að 'leiðarljósarhobbýið' verði nú að veruleika er að leggjast á bæn og biðja þess að veirusýkingar af hinu ýmsu tagi bíði nú með heimsóknir sínar til mín, ja allavega svona fram á vorið. Það væri ljúft, ég bið ekki um meir.
En að allt öðru, vegna þess hve agalega öguð ég er og ákveðin manneskja (magakveisan hefur ekkert með þetta að segja) þá ákvað ég að vera nú bara heima í gærkveldi eftir að horfa á alla hina skjóta upp peningunum sínum. Ætlunin var síðan að vakna hress og kát og vinna í ritgerðinni. En það gekk nú ekki alveg eftir áætlun. Sprengju- og skemmtanaglaðir einstaklingar (einhverra hluta vegna stend ég í þeirri trú að um kk sé að ræða) héldu áfram að sprengja hinar ýmsu sprengjur, sem ég kann ekki að nefna, fram eftir nóttu, og ég get svo svarið það að þeir voru fyrir utan svefnherbergisgluggann minn, eða allavega fannst mér það. Þannig að ég lærði mína lexíu. Það þýðir ekkert að ætla að vera stillt á Gamlárskvöld, alveg eins gott að fara út og heilsa upp á fólk og skemmta sér með því.
Dagbjört
Bloggar | Breytt 2.1.2008 kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2007 | 00:11
Gleðileg jól!
Bloggar | Breytt 1.1.2008 kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2007 | 16:07
Tímaleysi, sjálfstæð vinnubrögð og agi...
Í dag eru 30 dagar til jóla, ég get ekki sagt að mig hlakki neitt sérlega til, eiginlega kvíður mig frekar fyrir þessum tíma. Ekki það að mér finnist ekki gaman á jólunum (og já ég segi á jólunum) eða að ég eigi einhverjar ægilega minningar um drykkjuskap eða annan ófögnuð sem ég tengi við hátíðirnar. Ég hef bara einfaldlega ekki tíma í þetta allt saman. Og ástæðan er, jú, eins og svo margir Íslendingar kem ég sjálfri mér í þá aðstöðu að hafa allt of mikið að gera. Ég segist sko alls ekki vera ein af þessum 'súper konum' sem allt gera og geta, en samt vaknaði ég einn daginn við það að vera að skrifa meistararitgerð ásamt því að vinna fullan vinnudag (og ég ætla nú ekki að þreyta ykkur sem nennið á annað borð að lesa þetta með því að telja upp fleiri verkefni). En munurinn á mér og 'súperkonunum' vil ég meina er að þær eru líka með allt í röð og reglu heima hjá sér ... nema þá kannski þær sem kaupa sér heimilisaðstoð ... gæti verið þess vegna sem allt er í röð og reglu hjá þeim...
En aftur að blessaðri meistararitgerðinni. Ég taldi mig vita út í hvað ég væri að fara þegar ég lagðist í það að gera þessa ritgerð. En það er eitt að sitja námskeið í framhaldsnámi og allt annað að vinna meistaraverkefni. Í námskeiðum eru ákv. skiladagar og ákv. verkefni sem nemendur vinna, einir eða með öðrum. Þegar um meistaraverkefni er að ræða eru ekki þessir tíðu skiladagar. Nemandinn vinnur verkefni sitt einn, þ.e. ekki með öðrum nemanda. Hann hefur jú leiðbeinanda sinn, en það er enginn annar nemandi að vinna sama verkefni, þannig að það er ekki hægt að taka upp tólið og tala við aðra nemendur um efnið sem slíkt. Þannig að þegar ég heyri um fólk (sem heyrist ansi oft) sem er búið með allt í háskólanámi sínu nema lokaverkefnið (fólki finnst það nefnilega merkilegt að viðkomandi skuli vera búinn með svona mikið) þá hugsa ég, já þessi hefur það e.t.v. ekki í sér sem til þarf, eins og AGA, því þetta snýst um sjálfstæð vinnubrögð, að geta byrjað á ákv. verkefni og klárað það. Og talandi um aga, þá ætla ég að hætta þessari sjálfsvorkun um hve mikið ég hef að gera og koma mér að verki, en í raun (fyrir þá sem eru ekki löngu hættir að lesa) þá er ég stödd, að mér finnst, á mjög spennandi stað í vinnunni, ég er að skrifa niðurstöður og það er það skemmtilegasta hingað til! Að spá og spekúlera og túlka orð meðrannsakenda minna (viðmælenda).
Og fyrir þá örfáu, ef einhverja, sem enn lesa þetta, þá er ég að skrifa um líf og reynslu kvenna frá Kosovo á Íslandi
Bestu kveðjur, Dagbjört
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)