Færsluflokkur: Bloggar
13.2.2007 | 20:35
Góð grein í Skólavörðunni um innflytjendur
Mig langar til að benda ykkur á mjög góða grein sem birtist í nýjasta hefti Skólavörðunnar . Þar skrifar Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur, um innflytjendur á Íslandi. Hún hefur sjálf reynslu af að vera innflytjandi og hefur því innsýn og skilning á því ferli sem fólk gengur í gegnum þegar það flyst til annars lands. Hvet ykkur til að lesa greinina og íhuga í ykkar eigin huga það sem Hallfríður spyr lesendur sína að: Er rými í vitund þinni lesandi góður, fyrir menningarlegan margbreytileika?
Kveðja, Dagbjört
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2007 | 16:17
Af hverju ætti íslenskukennsla að vera ókeypis?
Nú spyrja sig eflaust margir af hverju í ósköpunum við Íslendingar ættum að fara að greiða íslenskukennslu fyrir útlendinga sem koma hingað til landsins. Og ég efast ekki um að margur hafi sterkar skoðanir á því. Ég ætla ekki að tína til allar þær ástæður sem mér dettur í hug núna, verður að bíða betri síma. En eitt er það sem mér finnst hinn almenni borgari ekki átta sig á og það eru öll verðmætin sem eru fólgin í innflytjendum. Eitt af þeim verkfærum sem Íslendingar geta nýtt sér til að 'virkja', ' komast yfir' þessi verðmæti er góð íslenskukennsla sem innflytjendur eiga kost á að nýta sér. Því tungumálið er lykillinn að samfélaginu og með því að læra tungumálið geta innflytjendur nýtt menntun sína, hæfileika og reynslu. Og af henni er nóg að mínu mati. En þetta er einungis ein af mörgum ástæðum fyrir því að íslenskukennsla ætti að vera ókeypis og tala nú ekki um á skrifstofutíma! Um allar hinar ástæðurnar verð ég að fá að tjá mig seinna, því nú kallar vinnan....
Kv. Dagbjört
Kennsla í íslensku verði ókeypis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 22:31
Fyrsta bloggfærsla
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort ég eigi nú að blogga eins og allir hinir. Íslendingseðlið segir sterkt til sín, fyrst allir hinir eru að blogga verð ég nú líka að blogga. Svo var næsta spurning, um hvað á ég að blogga.... hvað ég geri á daginn, áhugamál, fjölskylduna.... Niðurstaðan úr þeim vangaveltum varð áhugamálin. Og auðvitað fylgir eitthvað með um fjölskyldu og það sem vegi mínum verður. Næsta pæling var um stafsetningavillur. Öll þessi blessuðu 'n/nn' svo ég tali nú ekki um 'i/y'. Allar þessar reglur varðandi stafsetningu reynast mér afar erfiðar og hafa alltaf gert. Ég ætla nú ekki einu sinni að ræða hugsanlegar málvillur..... En ég lofa að gera mitt besta hvað varðar stafsetningu og málfar. Þá var komið að stærstu spurningunni: Hvað á notendanafnið að vera?? Mitt eigið nafn er upptekið, svo þá vildi ég hafa það á einhvern hátt táknrænt. Og eins og kvenfólk oft gerir þá ráðfærði ég mig við vinkonur hvar værum við konur ef við ættum ekki vinkonur. Jújú, það þurfti 3 vinkonur til, til þess að ég yrði sátt við notendanafnið; hugrenningar. Ég vil nefnilega nýta þetta blogg mitt til að koma hugrenningum mínum áleiðis. Nú ef einhver nennir og hvað þá hefur gaman af að lesa þær verður bara að koma í ljós. Þessar hugrenningar munu fjalla um hluti eins og málefni innflytjenda sem eru mér afar hugleikin, skólamál, e.t.v. pólítík og hvað annað sem vekur áhuga minn. Svo vona ég einfaldlega að ég sjálf eigi eftir að hafa gaman af
Dagbjört
Bloggar | Breytt 13.2.2007 kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)