Fyrsta bloggfærsla

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort ég eigi nú að blogga eins og allir hinir. Íslendingseðlið segir sterkt til sín, fyrst allir hinir eru að blogga verð ég nú líka að blogga. Svo var næsta spurning, um hvað á ég að blogga.... hvað ég geri á daginn, áhugamál, fjölskylduna.... Niðurstaðan úr þeim vangaveltum varð áhugamálin. Og auðvitað fylgir eitthvað með um fjölskyldu og það sem vegi mínum verður. Næsta pæling var um stafsetningavillur. Öll þessi blessuðu 'n/nn' svo ég tali nú ekki um 'i/y'. Allar þessar reglur varðandi stafsetningu reynast mér afar erfiðar og hafa alltaf gert. Ég ætla nú ekki einu sinni að ræða hugsanlegar málvillur..... En ég lofa að gera mitt besta hvað varðar stafsetningu og málfar. Þá var komið að stærstu spurningunni: Hvað á notendanafnið að vera?? Mitt eigið nafn er upptekið, svo þá vildi ég hafa það á einhvern hátt táknrænt. Og eins og kvenfólk oft gerir þá ráðfærði ég mig við vinkonur Smile hvar værum við konur ef við ættum ekki vinkonur. Jújú, það þurfti 3 vinkonur til, til þess að ég yrði sátt við notendanafnið; hugrenningar. Ég vil nefnilega nýta þetta blogg mitt til að koma hugrenningum mínum áleiðis. Nú ef einhver nennir og hvað þá hefur gaman af að lesa þær verður bara að koma í ljós. Þessar hugrenningar munu fjalla um hluti eins og málefni innflytjenda sem eru mér afar hugleikin, skólamál, e.t.v. pólítík og hvað annað sem vekur áhuga minn. Svo vona ég einfaldlega að ég sjálf eigi eftir að hafa gaman af Smile 

Dagbjört

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband