Af hverju ætti íslenskukennsla að vera ókeypis?

Nú spyrja sig eflaust margir af hverju í ósköpunum við Íslendingar ættum að fara að greiða íslenskukennslu fyrir útlendinga sem koma hingað til landsins. Og ég efast ekki um að margur hafi sterkar skoðanir á því. Ég ætla ekki að tína til allar þær ástæður sem mér dettur í hug núna, verður að bíða betri síma. En eitt er það sem mér finnst hinn almenni borgari ekki átta sig á og það eru öll verðmætin sem eru fólgin í innflytjendum. Eitt af þeim verkfærum sem Íslendingar geta nýtt sér til að 'virkja', ' komast yfir' þessi verðmæti er góð íslenskukennsla sem innflytjendur eiga kost á að nýta sér. Því tungumálið er lykillinn að samfélaginu og með því að læra tungumálið geta innflytjendur nýtt menntun sína, hæfileika og reynslu. Og af henni er nóg að mínu mati. En þetta er einungis ein af mörgum ástæðum fyrir því að íslenskukennsla ætti að vera ókeypis og tala nú ekki um á skrifstofutíma! Um allar hinar ástæðurnar verð ég að fá að tjá mig seinna, því nú kallar vinnan....

Kv. Dagbjört


mbl.is Kennsla í íslensku verði ókeypis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband