17.2.2007 | 18:04
Upplýsingasími fyrir innflytjendur
Upplýsingasími fyrir innflytjendur á ýmsum tungumálum finnst mér frábært framtak hjá Rauða krossinum og Fjölmenningarsetri Vestfjarða. Einföld leið til að auðvelda fólki upplýsingaleit. Það getur nefnilega tekið ansi langan tíma til að vita hvernig 'kerfið' virkar, hvar á að nálgast hina ýmsu hluti, hver er réttur fólks og skyldur einnig. Ég bjó eitt sinn í Noregi, og þó að norsk menning og 'kerfi' sé mjög líkt hinu íslenska þá geta þessi praktísku atriði tekið svo óttalega langan tíma og orku. Hvert á maður að fara, hvern getur maður spurt... og ef maður þekkir ekki einhvern sem þekkir til neyðist maður endalaust til að finna upp hjólið. Þess vegna finnst mér frábært að fólk sem talar tælensku, ensku, pólsku og nú serbnesk/króatísku geti hringt eitt símtal og fengið upplýsingar. Það er nefnilega þannig að til lengri tíma litið þá er það samfélagið í heild sem græðir. Þ.e. eftir því sem betur er staðið að aðlögun innflytjenda að samfélaginu, þeim mun betur geta þeir lagt sitt af mörkum til samfélagsins.
Kveðja, Dagbjört
Athugasemdir
Ég er reyndar allveg sammála þér, að það sé loksins komin einhver svona þjónusta fyrir alla þessa innflytendur sem hér búa. Þannig að nú vonumst við líka að allt þetta yndislega fólk reyni að aðlagast okkar menningu og læra og reyna að tala ísl.
Flott síða hjá þér
Hún Styrja er alltaf jafn flott, og það er allt í lagi að monta sig þegar maður á svona gæðing eins og þú
Knús kv.
KSS
Kristín Svava (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.