20.2.2007 | 23:27
Þjóðleikhúsið býður börnum með íslensku sem sitt annað tungumál ókeypis í leikhús.
Það gleður mitt hjarta að sjá frétt sem þessa
'Í tilefni Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar býður Þjóðleikhúsið börnum með íslensku sem sitt annað tungumál ókeypis í leikhús laugardaginn 24. febrúar 2007. Um er að ræða brúðusýningu Bernd Ogrodniks byggða á sögu og tónlist Prokofievs um Pétur og úlfinn.'
Þetta er einmitt ein leið af svo mörgum sem hægt er að fara til þess að taka þátt í aðlögunarferli innflytjenda. Það er mín skoðun að með þessu sýnir Þjóðleikhúsið í verki að það kann að meta þá fjölmenningarlegu flóru sem er að myndast í samfélaginu okkar. Einnig má benda á að listamaðurinn sjálfur er innflytjandi hér á Íslandi og því ljóslifandi dæmi um hve ríkulega einstaklingar geta skilað til samfélagsins, í þessu tilfelli í formi lista.
Kv. Dagbjört
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.