Björn Eidsvåg, hinn frábæri listamaður kemur mér ávalt í gott skap.

eidsvaag_naade_frontÉg býst við að það taki mig langan tíma að læra á alla þessa spennandi möguleika sem felast í þessu merkilega stjórnborði hér á bloginu. Mig langar óttalega til að setja inn tónlist, en ég kann ekki alveg á það ennþá. Allavega gekk ekki í fyrstu tilraun, og reyndar ekki heldur í tilraun nr. tvö.... En allavega þá er ég að hlusta á þann frábæra tónlistarmann Björn Eidsvåg. Hann syngur um allt sem við kemur mannfólkinu. Hjónabandið og flækjur þess, drykkju, samkynhneigð, sjálfsmorð, ástina, stjórnmál, réttlæti .... og svo lengi mætti telja. Í lögum hans felast sögur, litlar myndir sem ég hverf inn í í hvert sinn sem ég hlusta á lögin. Ég sé fyrir mér fólkið, finn fyrir tilfinningum þess, sorgum og gleði. Og þegar ég verð búin að læra á öll undur stjórnborðsins þá mun ég setja inn einhver vel valin lög þessa frábæra listamanns Smile En þangað til þá er ég allavega búin að setja inn tengil á vefsíðu þar sem hægt er að kynnast listamanninum ögn betur.

Kveðja, Dagbjört


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband