Hvernig ætlum við að bregðast við breyttu samfélagsmynstri?

Okkur fjölgar og fjölgar. Nú getur maður vænst þess þegar farið er út í búð að heyra fólk tala pólsku, albönsku, tælensku, einhver af hinum mörgu tungumálum Filippseyjinga, serbnesku-króatísku.... og svo lengi mætti telja. Þetta er ótrúlega mikil breyting á afar stuttum tíma. Málið er bara, hvað ætlum við að gera við allar þessar breytingar? Þ.e. hvernig ætlum við að bregðast við þeim? Samfélag okkar er orðið fjölmenningarlegt hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og ég vil meina að það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn og vera á móti öllu og vilja fara til baka til þess samfélagsmynsturs sem var. Það er ekki lengur, því verður ekki breytt. En hvernig ætlum við að vinna úr öllum þessum breytingum til þess að samfélag okkar dafni enn betur og allir, af hvaða uppruna sem þeir eru, nái að lifa saman í sátt og samlyndi? Mér þætti gaman að fá comment frá ykkur sem þetta lesa, hvað ykkur finnst, hvort þið hafið einhverjar hugmyndir o.s.frv.

Dagbjört


mbl.is Fólksfjölgun á Íslandi með því mesta sem mælst hefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband