18.7.2007 | 23:28
Sjálfsagi og einbeiting...
Ég hef verið eitthvað léleg við að blogga undanfarið. Get svo sem sagt að það hafi verið mikið að gera, veikindi, börn, útreiðar, vinna o.s.frv. En það tekur nú samt ekki langan tíma að pikka nokkrar línur. En mér finnst ég þurfi samt að hafa eitthvað til að blogga um, get ekki bara bloggað út í loftið (eins og ég er að gera núna reyndar). Nú ástæðan fyrir því að ég virðist geta það í þetta sinn er sennilega sú að ég á að vera að læra! Málið er nefnilega að ég er komin í sumarfrí og í allan vetur og nú í sumar hef ég sagt að sumarfríið skuli verða nýtt til að vinna að meistararitgerðinni. Og nú er komið að því og mikið ofsalega er þá auðvelt að finna sér allt annað að gera...... Þannig að ef þið lesendur góðir getið sent mér góða strauma um sjálfsaga og einbeitningu þá væri það vel þegið!! Því það er einmitt það sem þarf, sjálfsagi og einbeiting. Sérstaklega þegar sumarið virðist allt í einu komið hér á Dalvík og mér stendur til boða að fara í 10 daga hestaferðalag um norð/austur horn landsins, en ég hef ekki látið freistast, hef bara tekið þátt í að þjálfa þessa yndislegu hesta undir ferðina, og það hefur verið mjög gaman
Sumarkveðjur,
Dagbjört
Athugasemdir
Sælar vinkona
Mikið var það flott hjá þér að get afþakkað ferðina ef það er ekki sjálfsagi .... ja ..... En ég skil þig með bloggið og lærdóminn, er einmitt að þjást af sama, skoða blogg, blogga og læri inn á milli En núna verð ég að herða mig, er að fara til Kríta eftir örskamma stund ..... eða 12 daga, þannig að núna er það bara harkann og ekkert annað .... nema kannski súkkulaði
Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.