Fjölskyldur

Það hefur verið ótrúlega mikið að gera í sumar hjá mér. Tíminn hefur farið í allt þetta 'hitt' sem ég á í raun ekki að vera að gera. S.s. ekki í ritgerðarsmíð! En stundum er það svo að hlutir gerast í kringum mann sem eru bæði mikilvægir og nauðsynlegir og fara því í forgang og fylla tíma manns. En nú er ritgerðin mín, sem bæði er mikilvæg og nauðsynleg, farin hreint og beint að 'öskra á mig', öll viðvörunar ljós eru farin að blikka og nú þarf hún að vera í algerum forgangi. En þá er aðeins eitt vandamál ... sumarfríið er á enda......... Þessar fjórar dýrmætu vikur sem áttu að nýtast aðeins í eitt verkefni og ekkert annað eru á enda.  Ekki misskilja mig og halda að ég sé að kvarta, ef þessar vikur myndu endurtaka sig þá myndi ég litlu breyta í forgangsröðinni. Fjölskyldan gengur fyrir og þannig á það að vera. Það að eiga fjölskyldu er eitthvað sem er dýrmætt, maður finnur það best þegar maður á bágt og erfitt. En í fjölskyldu-pólítíkin virkar á tvo vegu (allavega). Maður tekur við OG gefur einnig Smile Og þannig á það að vera. 

Bestu kveðjur úr góða veðrinu á Dalvík, 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband