16.8.2007 | 21:24
Úff...
Get ekki sagt að ég gleðjist yfir þessari frétt. Hvað með ásýnd Vestfjarða og ferðamannaiðnaðinn sem hefur farið ört vaxandi??? Hvernig á þetta tvennt að geta farið saman? Ég keyrði vestur um daginn, fór Djúpið þar sem það er styttra, en á baka leiðinni valdi ég að fara heiðarnar. Og það er hreint ótrúlega fallegt á þessu svæði. Og já, ég veit alveg að heimamenn lifa ekki á því að gamlir Vestfirðingar keyri þarna í gegn. Enginn lifir á því. En hvað með aðrar leiðir? Þekkingariðnaðinn, ferðamannaiðnaðinn? Óspillta náttúrufegurð Vestfjarða?
Með sorg í hjarta, Dagbjört
Leyfa byggingu olíuhreinsistöðvar í Arnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg sammála þessi stöð á enganveginn heima þarna.
Páll Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.