Gleðilegt ár!

 

OfficeLady 

Þá er árið 2008 hafið. Árið sem ég ætla að öðlast frí frá tölvunni, námsbókum og öðrum streituvaldandi gögnum og get leyft mér að horfa á Leiðarljós og annan óskunda með góðri samvisku Joyful En til þess að 'leiðarljósarhobbýið' verði nú að veruleika er að leggjast á bæn og biðja þess að veirusýkingar af hinu ýmsu tagi bíði nú með heimsóknir sínar til mín, ja allavega svona fram á vorið. Það væri ljúft, ég bið ekki um meir.

En að allt öðru, vegna þess hve agalega öguð ég er og ákveðin manneskja (magakveisan hefur ekkert með þetta að segja) þá ákvað ég að vera nú bara heima í gærkveldi eftir að horfa á alla hina skjóta upp peningunum sínum. Ætlunin var síðan að vakna hress og kát og vinna í ritgerðinni. En það gekk nú ekki alveg eftir áætlun. Sprengju- og skemmtanaglaðir einstaklingar (einhverra hluta vegna stend ég í þeirri trú að um kk sé að ræða) héldu áfram að sprengja hinar ýmsu sprengjur, sem ég kann ekki að nefna, fram eftir nóttu, og ég get svo svarið það að þeir voru fyrir utan svefnherbergisgluggann minn, eða allavega fannst mér það. Þannig að ég lærði mína lexíu. Það þýðir ekkert að ætla að vera stillt á Gamlárskvöld, alveg eins gott að fara út og heilsa upp á fólk og skemmta sér með því.

                 Dagbjört
 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár

Páll Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband