Skóli fyrir börn erlendra starfsmanna, fyrir hvern er þetta hugsað??

Fyrir hvern væri skóli sem þessi? Allt námsefni á ensku, börn erlendra starfsmanna íslenskra fyrirtækja... ? Hvaða íslenskra fyrirtækja? Er verið að tala um fyrirtæki á borð við Íslenska erfðagreiningu, íslensk fiskvinnslufyrirtæki, verslanir, byggingafyrirtæki...? Erum við að tala um skólagjöld, þ.e. yrði þetta einkaskóli? Og væri þetta besta leiðin fyrir börnin??

Í fyrstu hljómaði þetta ágætlega í mín eyru, en svo vöknuðu allar þessar spurningar og fleiri til. Af hverju mega nemendurnir ekki ganga í almenna íslenska skóla, nú eða íslenska einkaskóla? Af hverju ekki að leggja þá fjármuni sem færu í þennan skóla í að bæta enn frekar kennslu og aðbúnað nemenda af erlendum uppruna? Og síðast en ekki síst, af hverju mega börnin ekki kynnast íslenskum sem útlenskum nemendum, læra íslensku og jafnvel ganga í hverfisskólann sinn? Ef þessi leið yrði farin, væri þá ekki verið að ýta undir aðskilnað í stað aðlögunnar??? Getur verið að þessi hugmynd hafi vaknað til að bæta þjónustu við fullorðið fólk sem gegnir störfum í sendiráðum og öðrum háttsettum störum?

Það sem fram kemur í þessari frétt stríðir gegn öllu því sem ég hef verið að kynna mér undanfarin misseri varðar félagslega aðlögun fólks af erlendum uppruna. Það væri gaman að heyra meira um þessa hugmynd, hvernig þetta er í raun hugsað, eða hvort þetta sé yfir höfuð bara hugmynd sem óvíst er hvort verði að.

Dagbjört


mbl.is Hugmyndir um alþjóðlegan skóla á Íslandi þar sem námsefni yrði á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

The International School of Iceland has existed since 2004 and is currently located in Gardabaer.  Yes, it is a good idea and yes, it is the great idea for our children.

dinoia (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 21:42

2 identicon

Er bloggið dautt?

Palli (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband