Hin týnda kynslóð innflytjenda.

Í dag hef ég verið að glugga í skýrsluna: Perceptions of Discrimination and Islamophobia (EUMC 2006) sem er viðtalsrannsókn. Ég er nú ekki búin að renna í gegnum hana alla, en það vakti athygli mína að viðmælendur tala m.a. um börn innflytjenda (börn sem fædd eru í upprunalandinu) sem hina týndu kynslóð (lost generation). Að þessir einstaklingar hafi ekki náð að aðlagast nýja samfélaginu, séu ekki viðurkenndir né heldur tilheyri þeir sínu gamla samfélagi. Þeir hafi jafnvel tapað móðurmáli sínu en kunni samt sem áður ekki tungumál hins nýja samfélags.

Getur verið að þetta sé á leið að gerast á Íslandi með þessa kynslóð? Þ.e. börn innflytjenda sem fædd eru í upprunalandinu? Mín fyrsta hugsun er að svo sé ekki, að skólakerfið sjái til þess. En hvað um þá einstaklinga sem koma hingað sem unglingar, halda ekki áfram í námi eftir skyldunámið og ná e.t.v. ekki tökum á því að tala og skilja íslensku svo vel sé. Getur verið að til sé týndur hópur? 

Dagbjört 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband