13.4.2007 | 19:49
Daggæslubörn - hvað þýðir það?
Það er leiðinlegt að lesa það þegar fréttamenn fara ekki með rétt mál. Sennilega af fávisku, nú eða að einhver notaði ákveðin hugtök í þeirra eyru sem þeir síðan nota án þess að vita betur. Hér er um að ræða frétt um spennandi verkefni sem er að fara af stað í skólamálum í Mosfellsbæ. Krikaskóli verður fyrir börn frá eins árs aldri til 10 ára (4. bekk) segir í fréttinni. En fréttamaðurinn Steinþór Guðbjartsson talar um daggæslubörn, þ.e. börn milli eins og tveggja ára. Þessi sömu börn virðist hann vísa í með titli fréttarinnar ungabörn fara í skóla. Einhverra hluta vegna hefði ég haldið að ungabörn séu innan við eins árs aldur.
Það er ekkert sem heitir daggæsla innan skólakerfisins! Í Aðalnámskrá leikskóla (1999) er hvergi minnst á orðið daggæslubörn né heldur orðið daggæsla. Það er nefnilega þannig að leikskólar eru fyrir leikskólabörn. Börn hafa rétt á því að hefja leikskólagöngu sína eftir að fæðingarorlofi líkur. Og verða þá nemendur í leikskóla.
Dagbjört
Ungabörn fara í skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.