Equestrian Martial Arts

SverðabardagiHver myndi ekki vilja klæða sig upp í alvöru brynju, setja hjálm á höfuð og þeysast um á hestbaki með boga, sverð eða spjót og berjast líkt og riddar gerðu forðum daga?! Sennilega draumur allra drengja og já, stúlkna líka . Og ekki væri það leiðinlegt fyrir okkur fullorðna fólkið heldur. Við gætum látið sem við felldum mann og annan, gamla kærasta eða kærustur og leiðinlega nágranna.  Ég væri sko alveg til í það! Örugglega heilmikið 'kick' að fá út úr því    Whistling

Ég hef sem sé verið dugleg að fara á hestbak undanfarið. Frábær hreyfing og alveg ótrúlegt hve marga vöðva maður uppgötvar sem eru annars ónotaðir. Fyrir utan frábæra reiðskjóta hef ég haft góðan félagsskap. Chris Kovach hefur riðið út með mér undanfarnar tvær vikur, en hann er kanadískur hestamaður sem kennir einmitt reiðmennsku-bardagalist sem hann kallar Equestrian Martial Arts. Á myndinni hér að ofan má sjá Chris heima í Kanada við æfingar með sverð. Það er gaman að skoða heimasíðuna hans, en þar má sjá fleiri myndir og fræðast um hvað liggur að baki. 

Á morgun er svo fyrirhugað að ríða upp á Böggvistaðardal hér fyrir ofan Dalvík. Aldrei að vita hvort ég læri ekki einhver nytsamleg brögð til að klekja á hugsanlegum andstæðingum.   Cool

Dagbjört 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég væri sko alveg til í að læra þetta....held það væri rosa gaman og einmitt mjög góð útrás:) En ferðin á laugardagskvöldið var frábær.....fengum nátturlega alveg yndislegt veður.

Eydís (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband