Makrílslóð

Nú bý ég ekki lengur við Hjarðarslóð, heldur við Makrílslóð. Ekki það að skilja að ég sé flutt, heldur er mikil hátíð að ganga í garð. Fiskidagurinn Mikli. Allar götur hér á Dalvík hafa öðlast nýtt heiti, og öll eru þau tengd fiskum á einn eða annan hátt. Bærinn er líka allur orðinn ótrúlega fínn, allir sem vettlingi geta valdið eru á fullu að pússa og gera fínt í kringum húsin sín, mála, skreyta og kveikja á jólaljósunum sem að sjálfsögðu eru sannkölluð skrautljós núna! Þegar gengið er um bæinn má einnig sjá uppbúna 'sjókalla', gínur sem íbúar bæjarins eru búnir að útbúa sér og klæða upp í sjógalla. Sumir þessara sjóara eru á veiðum, aðrir sitja út við götukannt með flösku sér í hönd. 

Það er einnig greinilegt að margir ætla að leggja leið sína hingað þessa helgi. Bærinn er að fyllast af fólki!!! Hvert sem litir er má sjá fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagna og meira að segja gömlu góðu tjöldin!!! Og það sem skemmtilegast er, hvert sem litið er má sjá fólk, heimamenn sem aðkomufólk, og allir eru brosandi Smile Það yljar manni um hjartað og maður getur ekki annað en hrifist með.

Í kvöld sem í gærkveldi hef ég verið að gera tilraun, baka rúgbrauð! Hef svo sem gert það áður en það eru mörg ár síðan. Málið er að móðir mín hefur alltaf bakað brúgbrauð og gefið til Fiskidagsins (sem sé allir bæjarbúar leggjast á eitt til að gera góða hátíð). Svo vill til núna að hún getur ekki komist í að baka, svo þá er ekkert annað að gera en að redda málunum og skella í nokkrar mjólkurfernur og vona að útkoman verði voða góð Grin

 Með von um að sjá sem flesta,

                                  Dagbjört
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hvernig gekk svo með rúgbrauðið?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.8.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Já blessað rúgbrauðið! Bragðið var allavega rétt, en brauðið mitt hefur þann kost að vera listrænna í útliti heldur en brauð þeirra kvenskörunga í fjölskyldunni sem fengu öll gæðahúsmæðragenin, sem virðast vera heldur fá hjá mér hversu mikið sem ég leita    En hver vill ekki fá listagott rúgbrauð??

B.kv.

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 13.8.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Listrænt í útliti? Litum eða lögun ....

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.8.2007 kl. 12:26

4 identicon

Hæhæ þetta hefur örugglega verið ljómandi gott rúgbrauð hjá þér En annars bara rétt að kvitta hérna fyrir mig.....sakna þín í vinnunni

Sjáumst vonandi fljótlega

Eydís (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 13:45

5 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Það er nefnilega þannig Ingólfur, að brauðið mitt vill verða svona eins og góður ostur, eins og osturinn í auglýsingunni þar sem frúin mætir í búðina og fær afgreiðslustúlkuna til að fylla upp í holurnar í ostinum af því það vanti í hann. En bragðið og liturinn er alveg eins og það á að vera 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 16.8.2007 kl. 21:34

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þannig að ef maður sker smjörið með ostaskera þá er hægt að "brúa" holurnar í sneiðinni

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.8.2007 kl. 06:25

7 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

haha, já ekki spurning

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 18.8.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband