26.8.2007 | 14:04
Lagaflækjur í völundarhúsi...
Ég er að rembast við að skrifa um þau lög sem fjalla um útlendinga og innflytjendur á Íslandi. Og þvílíkt og annað eins!! Ensku textarnir sem ég las í eigindlegum aðferðarfræðum um veraldarsýn o.þ.h. (fyrir þá sem þekkja til) eru barnaleikur miðað við þessa flækju, og samt er þetta nú allt á íslensku - eða á allavega að vera það. Svo þegar ég held að ég skilji eina lagagrein fer allt í flækju þegar ég les áfram ... og svo er vitnað fram og til baka í fleiri greinar og önnur lög!! Og nú skil ég ósköp vel af hverju lögfræðinámið tekur 5 ár (held það sé rétt hjá mér)
Dagbjört
Athugasemdir
Já það er rétt Dagbjört. Haltu bara áfram að lesa þetta kemur allt saman.
Sigga systir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 16:45
Nú glotti ég! En veistu að þegar þú verður búin að lesa þetta og skilja verður þú alveg afskaplega ánægð með þig
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 31.8.2007 kl. 11:10
Já Ingólfur og ég held í vonina hvað það varðar... og gæti jafnvel trúað að ég sé að komast á bragðið En þetta er þolinmæðisvinna, líkt og að leysa mikla flækju, gildir að taka eitt einu með þessar lagagreinar.
Dagbjört Ásgeirsdóttir, 31.8.2007 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.