Gerðhamrar

IMG_3504Í byrjun ágúst var ég stödd á Ísafirði vegna andláts afa míns og skrapp eitt kvöldið vestur yfir heiðar í þann fagra fjörð sem nefnist Dýrafjörður. Það var yndislegt veður þetta kvöld og sjaldan hefur mér fundist vera eins fallegt að keyra niður Gemlufallsheiðina og sjá ofan í fjörðinn. En e.t.v. fannst mér fjörðurinn svona fallegur vegna þess hve langt var um liðið frá síðustu ferð minni þangað og svo tilefni ferðarinnar. Við keyrðum út að Gerðhömrum, þeim stað sem ég á mínar bestu minningar frá og fórum upp í hlíðina þar sem ég tíndi lyng og klippti trjágreinar til að láta setja í kistuskreytinguna, kransa ásamt því sem lítill vöndur var settur í sjálfa kistuna.

 

Skoðið endilega myndirnar, vonandi sjáið þið fegurðina, ég er sennilega ekki dómbær þar sem mér finnst allt fallegt og gott við Gerðhamra... nema kannski það að þeir eru ekki lengur í eigu fjölskyldunnar....

kv. Dagbjört 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband