Færsluflokkur: Menning og listir

Jeeves og Wooster

Munið þið eftir þeim Jeeves og Wooster? Hinn klári og geðþekki þjónn, Jeeves, sem leikinn er af Stephen Fry og hinn uppátækasami 'sjéntilmaður' Berthram Wooster. Ég ætla að fara að endurnýja kynni mín af þeim félögum þar sem í gær var fjárfest í safn-mynddiskum með þeim félögum. Upp í hugann kemur píanóleikur, hraðskreiðar (á þess tíma mælikvarða) glæsibifreiðar, hin ótrúlegustu uppátæki Wooster og Jeeves að bjarga vinnuveitanda sínum og að pressa föt... Svo er bara a vona að þættirnir standi undir væntingum og að þeir kitli hláturtaugarnar jafn mikið og þeir gerðu fyrir rúmlega 20 árum eða svo LoL

                Kveðja, Dagbjört
 


Salka Valka

Halldór LaxnesHér á Dalvík er starfandi kröftugt leikfélag og nú í haust er félagið að ráðast í það mikla verk að setja  á fjalirnar Sölku Völku eftir Halldór Laxnes. Leikstjóri verksins er Inga Bjarnason og sér hún einnig um leikgerð ásamt fleirum. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur. Og úr því að ég get ekki verið með í ár, stefni ég að sjálfsögðu að því að mæta á frumsýninguna á verkinu.

        Dagbjört


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband