Salka Valka

Halldór LaxnesHér á Dalvík er starfandi kröftugt leikfélag og nú í haust er félagið að ráðast í það mikla verk að setja  á fjalirnar Sölku Völku eftir Halldór Laxnes. Leikstjóri verksins er Inga Bjarnason og sér hún einnig um leikgerð ásamt fleirum. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur. Og úr því að ég get ekki verið með í ár, stefni ég að sjálfsögðu að því að mæta á frumsýninguna á verkinu.

        Dagbjört


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég verð nú að segja að ég sakna þess að hafa þig ekki á æfingum hjá leikfélaginu....vorum einmitt að rifja það upp í fyrradag hvernig þetta var í fyrra....djamm eftir hverja æfingu nánast En nú eru bara rólegheit yfir þessu öllu

Eydís (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Já Eydís það er skrítið að vera ekki með. Þú lætur hljóma eins og ég hafi verið forsprakkinn í þessu öllu saman Dregið þig með mér, þessa ungu og saklausu mey, út í ævintýri næturinnar

En allavega, sakna þín stelpa!

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 23.9.2007 kl. 22:31

3 identicon

Verst að ég bý á Akureyri og get því miður ekki verið með.

sigga systir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 15:57

4 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Hæ Dagbjört:)

Jiii, það er svo langt síðan ég sá þig síðast að ég þurfti að rýna í myndina þína þar til ég komst að þeirri niðurstöðu að já, þú værir svo sannarlega dóttir Bergljótar:)

Takk fyrir fallegu orðin þín í gestabókinni minni 

ég mun fylgjast með þér hér eftir

Bið að heilsa familíunni!

kveðja

Harpa Obba

Harpa Oddbjörnsdóttir, 28.9.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband