Undurfagur fugl

IMG_3716Um daginn fór ég á ráðstefnuna Hin mörgu andlit menningar og lista. Það var ótrúlega gaman, fróðlegt og upplífgandi að sitja ráðstefnuna. Það er tvennt sem skilur mest eftir hjá mér. Fyrst er að nefna vinnusmiðju þar sem þátttakendur gátu búið til allt milli himins og jarðar úr margvíslegum efniviði. Á meðfylgjandi mynd má sjá undirritaða að að mála undurfagrann fugl. En listaverkið unnum við vinkonurnar saman, ég og Michelle. Síðan er það heimsókn í leikskólann Naustatjörn sem ég hafði mjög gaman af, og langar einfaldlega aftur til að skoða enn betur. Flottur skóli og frábært skólastarf sem þar fer fram. 

           Dagbjört
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Þú tekur þig vel út á myndinni. Gott að þú sért ánægð með þetta.

sigga systir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Takk Sigga, enda var þetta voða gaman

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 4.9.2007 kl. 20:37

3 identicon

Þú ert svo frábær, langaði bara að segja þér frá því og þetta er bara flottur fugl

Hjördís Jóna (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Takk ljúfan, alltaf gaman að fæa svona hrós Jóna og gaman að þú skildir sjá út fuglinn. Og á rammanum, listaverkinu, stóð eitthvað á þessa leið: I look out the window and what do I see, a little bird looking at me. Hugverk listakonunnar hennar Michelle 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 5.9.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband