Útlendingar

Fólk hefur margvíslegar skoðanir á útlendingum. Sumir eru jákvæðir, aðrir neikvæðir og enn aðrir - ja, þeim er alveg sama eða hugsa ekki út í útlendingapólítíkina. Hér á blogginu eru alveg ótrúlegar umræður um innflytjendur. Fólk skiptist á skoðunum um þau málefni líkt og önnur. En það eru líka miklir fordómar og jafnvel hræðsluáróður sem maður getur rekist á þegar lesnir eru hinir ýmsu pistlar og athugasemdir.  

Mörgum finnast alltof margir útlendingar komnir til landsins, og þeir hafa alveg rétt á þeirri skoðun sinni, það sem skiptir kannski máli er hvernig sú skoðun er sett fram. Hvort hún sé meiðandi og særandi eða studd rökum og sett upp á málefnanlegan hátt. 

Ég tel að þeir útlendingar sem komið hafa til Íslands undanfarin misseri og ár auðgi menningu landsins. Aftur á móti getur vel verið að heldur margir hafi komið til landsins á stuttum tíma. Svo er spurningin hvernig við vinnum úr málunum (ég vil ekki segja 'vandanum', en vandinn getur vissulega myndast ef ekkert er að gert).  Ætlum við að skapa menningarlega stéttskipt þjóðfélag (t.a.m. þar sem asískar eða a.-evrópskar konur þrífa heimili okkar 'Íslendinganna') eða ætlum við að nýta þann mikla mannauð sem kominn er til landsins? T.a.m. er hluti af því fólki sem starfar við láglaunastörf (sem Íslendingar vilja ekki líta við) með iðnmenntun eða menntun á háskólastigi. Þetta er menntunarlegur auður sem íslenska ríkið hefur ekki þurft að greiða fyrir, en þjóðin getur aftur á móti nýtt sér til framdráttar.

Eigið góða helgi,

    Dagbjört 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband