3.10.2007 | 18:40
Hið sviflétta og vegvísa ímyndunarafl
Á laugardaginn sat ég ráðstefnuna Ímyndunaraflið sviflétt og vegvíst
sem haldið var á vegum Háskólans á Akureyri. Það sem situr sem mest eftir af ráðstefnunni var fyrirlestur Dr. Elisabeth Wood en hún hefur rannsakað leik barna og fræddi áheyrendur um margt skemmtilegt og áhugavert varðandi hann.
Það sem mér fannst merkilegt og samrýmist mínum eigin 'starfsfílósófíu' eru t.a.m. orð hennar eins og: The limits [of the play] come from the adults. Og um umhverfi leiksins, þ.e. þau leikföng/efnivið sem við fullorðnu látum börnunum í té sagði hún m.a.: ... need to be more flexible ... whatever you [the kids] want it to be environment! Hún vildi sem sé meina að litlar eldhúsinnréttingar (tók þær sem dæmi) í leikskólum takmarki leikinn, og þar er ég henni hjartanlega sammála. Hún talaði einnig um að börn þurfi tækifæri til að leysa vandamál: Give time for creating problems - Give time for solving problems. Við fullorðnu erum nefnilega oft svo fljót á okkur, í allri okkar hjálpsemi og afskiptasemi, að taka fram fyrir hendurnar á börnunum, þegar þau eru fullkomlega fær um að leysa málin sjálf - og læra svo miklu meira af því fyrir vikið.
Hún spurði einnig: Do we stimulate rediness or do we wait? Þ.e. ætlum við að bíða eftir að börnin læri 'allt' í gegnum leikinn, eða gefum við þeim einnig örvun á ákveðnum sviðum? Sem sé, kennarastírð verkefni í bland við frjálsa leikinn. Þessi orð hennar harmónera einnig við mínar starfskenningar. Mitt mat er að það sem kallast hópastarf í leikskólum eða vinnustundir er í raun 'kennslustund' nemendanna. Þar getur kennarinn 'lagt inn' ýmsa þætti/færni, sem nemendurnir geta síðan unnið úr í frjálsum leik. Því eins og Dr. Wood benti á að ef enginn hefði kennt henni algebru hefði hún aldrei haft fyrir því að læra hana!
Sem sé, hinn gullni meðalvegur hvað varðar frjálsræðið eins og í svo mörgu öðru í lífinu
Annars hef ég mikið velt fyrir mér undanfarna mánuði (eða ár í rauninni), hvað sköpunargáfa (creativity) í rauninni sé. Og hvernig best sé að örva hana. Ef þið hafið einhverja skoðun á þessu þætti mér gaman að heyra hana
Kv. Dagbjört
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Sæl Dagbjört - þetta hefur verið skemmtilegur fyrirlesari og góðir punktar sem þú kemur með. Ég er ykkur hjartanlega sammála. En þó ég sé sammála um að t.d. litla eldhúsinnréttingin trufli sköpunina o.s.frv. þá truflar það mig samt í sannfæringu minni hversu hrifin og áhugasöm - að minnsta kosti í örlitla stund - börn eru af slíkum "míní" áhöldum sem sérstaklega eru hönnuð fyrir þau. Við tvær vitum og erum sammála um það að barn skortir aldrei neitt í leik sínum. Ef tveggja ára barn byrjar að leika hlutverkaleik er það fyrsta sem fullorðnum dettur í hug að nú þurfi þetta barn að fá dúkku, vagn o.s.frv.. En ef nánar er skoðað að þá var barnið bara alsælt með púðann sem það sjálft hafði ákveðið að væri barnið eða hvaðeina. Þegar tilbúini efniviðurinn kemur svo í hendur barnsins gæti það haft truflandi áhrif á upprunalega leik barnsins, það finnur nýjan leik eða hafnar tilbúna efniviðnum því að hann passar ekki inn í leikinn sem það sjálft var búið að móta. Börn búa sjálf til þann leikefnivið úr því sem þau hafa úr að moða en samt man ég hversu glöð og stolt ég var þegar pabbi minn smíðaði akkúrat svona litla innréttingu handa mér. Var það vegna þess að innréttingin passaði að mínum leik eða var það vegna þess að pabbi minn hafði búið hana til handa mér einni? Kannski ...
Með kveðju að sunnan - Milla
Milla (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 23:01
Já Milla, ég hef einmitt verið að velta svipuðum hlutum fyrir mér undanfarið. Og það er rétt börn nota það sem þau hafa í höndunum á þann hátt sem þau vilja. Ég held að í staðin fyrir að takmarka mjög það dót sem börnin hafa aðgang að í hlutverkaleik væri kannski betra að bjóða þeim aðgang að fjölbreyttu dóti til hlutverkaleikja. Þá er ég að meina að þau hafi val um hvort þau vilja í 'eldhúsleikinn' eða 'skrifstofuleikinn' eða 'læknisleikinn' o.s.frv. En það sem holu kubbarnir hafa t.d. fram yfir elhúsinnréttinguna er að ásamt því að geta verið margumtöluð eldhúsinnrétting er hægt að breyta þeim í frumskóginn, þyrlu eða læknisstofu.
Ég veit að leikurinn sem fram fer hjá börnunum með 'eldhúsinnréttingunni' getur verið og er mjög fínn, þau læra úr reynsu sinni, prófa sig áfram og gleðjast. Málið er bara að við sjáum fjölbreyttari leik með holu kubbunum. Er ekki bara málið hvaða aukadót/efnivið börnunum er boðið upp á?
Kveðja, Dagbjört
ps. fyrir þá sem ekki vita hvað holir kubbar eru þá kallast þeir upp á enska tungu Hollow Blocks og má segja að þeir séu stór útgáfa af The unit blocks sem Caroline Pratt hannaði á fyrri hluta síðustu aldar. En hún stofnaði skólann City and Country School í New York.
Dagbjört Ásgeirsdóttir, 6.10.2007 kl. 15:31
Áhugaverðar pælingar hjá ykkur stöllur nú er ég hinu megin við lækinn og tel að efniviður hvort sem hann er tilbúin eður ei virki ekki hamlandi á leikinn heldur séu börn svo miklu hæfari og flottari heldur en við getum á nokkurn hátt skilið Get ekki séð að börn festist við það að eldhúsinnrétting sé "bara" eldhúsinnrétting .... hún getur fengið mörg hlutverk. Pottur getur verið notaður sem hattur, kústur sem hestur og svona mætti lengi telja s.s. börn eru stórmerkilegar manneskjur sem hafa hæfileika og getu umfram okkur
Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 17:46
Svava, takk fyrir þetta mín kæra En þurfum við að vera sitthvoru megin við lækinn? Erum við ekki oní 'sama læknum'? Lækurinn getur kvíslast og runnið saman á ný, ekki satt? Sumir 'gestir' lækjarins una sér betur í einni kvísl en annarri og þegar þeir mætast leggja þeir sitt af mörkum til að gera lækinn kraftmeiri. Allavega kýs ég að líta þannig á þessa menntapólitík. En hvort börn geti unnið betur úr reynsluheimi sínum með 'lokuðum' eða 'opnum' leikefnum ætla ég ekki að segja um. En ég einhverra hluta vegna sé ég fjölbreyttari leik þar sem dótið er 'opið'. Það er ekki þar með sagt að gæðin séu minni eða meiri. Og ég er sko alveg samála þér í því að kústur getur verið hestur og pottur hattur! Kannski skiptir mestu máli hvernig kennarinn bregst við þegar nemendurnir hlaupa um á kústskaftinu, eru þeir stoppaðir og sagt að skila kústinum eða lifir kennarinn sig inn í leikinn og 'spilar með'? Tekur kennarinn yfir höfuð eftir því að kústurinn er notaður sem hestur? Eða er hann upptekinn af því að börnin séu prúð og góð og leiki sér 'fallega'? Og þá komum við að annarri spurningu, hvað er 'fallegur' leikur? Er það þegar börnin leika sér rólega í eldhúskróknum, dubbuð upp í alls kyns spennandi föt og hræra í pottum og vagga brúðum, eða er það fallegur leikur þegar fjörugi strákurinn þýtur um stofuna á hesti sínum með tilheyrandi leikrænum tilbrigðum og að sjálfsögðu hljóðum? Fær hann tækifæri til þess eða er hann stoppaður af kennara og sagt að fara á sinn stað?
Er ekki það sem mestu máli skiptir vinnubrögð og viðhorf kennara? Leiðirnar geta síðan verið margar, rétt eins og pólitíkin.
Kveðja,
Dagbjört Ásgeirsdóttir, 8.10.2007 kl. 19:17
I will be creative and write in English as I know that you do not mind. J
Creativity is the ability to turn ideas into reality.
We can be imaginative, but unless we can act upon it, then we are only imaginative and not creative.
Creativity is when an idea or act is new and not predictable. Creativity is the ability to see the world in a new way. It is a very important part of learning. It requires whole brain thinking – the right brain which controls imagination, artistry and intuition and the left brain which controls logical thinking and planning.
We all have the ability to be creative, it just depends if we allow it to be developed. The right environment can help creativity develop and flourish. As there is no right or wrong way of expressing oneself through art, people can express themselves freely, therefore helping them become comfortable with their uncertainty and to be confident when taking risks.
If a workplace wants be successful then it should create a creative environment where people with different talents are allowed to work together to exchange ideas and knowledge. I once read somewhere, “you give me one idea and I will give you mine and together we will have two.”
It is my view that we can encourage children’s creativity and therefore learning by giving them the opportunity to work with various materials, both man made and natural and by allowing them to experience all of their scenes. When learning new things in new ways we are opening ourselves to new paths of thought and therefore take risks and practice the art of creative thinking.
Most children have the ability to think creativity. We see it clearly in their play. They can take any object and change its purpose to suit their needs. So the question arises, “Does it matter then which materials or toys we offer them”.
I think a wide variety of diverse materials and toys is the key, so that everyone can find a way to express themselves. Life offers us endless opportunities. Preschool is part of life and should also offer children variety and not offer children to choose from the same materials for years at a time. I know that I would be board and feel restricted, so I am sure they would be too.
These are just a few of thoughts on creativity.
That is enough from me for now.
Take care
MichelleMichelle (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.