24.10.2007 | 15:19
Hver ert þú í Múmíndalnum??
Ég rakst á þetta próf á netinu, Hvem er du i Mummidalen, og ákvað að sjá hver ég yrði, og viti menn ég er hún Múmínmamma. Mér fannst hún nú alltaf frekar leiðinleg, gerðist ekkert spennandi hjá henni nema þá helst að baka pönnukökur og gera sultu. Kannski ég hefði átt að svara aðeins öðruvísi og segjast ekki geta verið án veskisins, nú eða veiðistangarinnar, þá hefði útkoman kannski orðið með aðeins meiri ævintýraljóma.
En kannski er ekki svo slæmt að vera Múmínmamma, hún er jú sú sem hugsar vel um fólkið sitt, er hugulsöm og ljúf. Og það er nú alls ekki svo slæmt, eða hvað.
Kveðja, Dagbjört
Athugasemdir
Hey ég er Hattinfattur,,,,, þarf að horfa á spólurnar til að sjá samhengið....
Helga Dóra, 24.10.2007 kl. 15:51
Já það liggur við að maður þurfi að rifja þetta upp svo maður geti velt þessu fyrir sér á heimspekilegan máta
Dagbjört Ásgeirsdóttir, 24.10.2007 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.