“You give me one idea and I will give you mine and together we will have two.”

creativity-flow-600Þessi orð, you give me one idea and I will give you mine and together we will have two, skrifar vinkona mín í athugasemd sinni við færslu þar sem ég er að velta fyrir mér hvað sköpunargáfa sé. Ég held að í starfi eins og mínu (og hennar líka), þ.e. leikskólakennarastarfinu sé gott að hafa þessa setningu hugfasta og einnig er nauðsynlegt að hafa skapandi hugsun.

Starfið krefst mikillar samvinnu við kennara, fullorðna og börn. Kennarinn er sífellt að hugsa upp nýjar leiðir, aðferðir, hugmyndir, því ef hann gerir það ekki verður stöðnun og jafnvel stjórnleysa. Hvað meina ég með stjórnleysu? Það að eiga góð samskipti við hóp barna sem sum eru róleg, önnur kröftug og enn önnur með hina ýmsu stimpla ( eins og ADD, ADHD, ODD o.s.frv.), en öll eru þau skemmtileg hver á sinn hátt, nú hvert er ég að fara með þessari umræðu minni? Jú, í þessum samskiptum kemur alltaf eitthvað óvænt upp og kennarinn þarf að eiga í farteski sínu hinar ýmsu aðferðir og hugmyndir sem hann getur gripið til þegar á þarf að halda. Að geta gert það þegar mest áreiti er til staðar, eitt barnið grætur, tvö slást, annað vill endilega fá að segja þér frá einhverju sem því liggur á hjarta og enn annað barn dettur og meiðir sig með tilheyrandi gráti, krefst skapandi hugsunar.

Nú og hvað kemur þessi setning um hugmyndirnar tvær þessu við? Jú, þegar andrúmsloft vinnustaðarins er þannig að fólk gefur af sér hugmyndir og ekki síst er tilbúið að taka við hugmyndum annarra (sem virðist oft á tíðum vera mjög erfitt) þá verður til skapandi andrúmsloft. Þetta andrúmsloft virkar eins og úrvals gróðurmold fyrir sumarplöntur, hver hugmyndin sprettur upp af annarri. Fólk fyllist krafti, verður glaðara og um leið verður vinnan léttari. Fólk á fleiri hugmyndir í pokanum sínum sem það getur gripið til jafnt í agamálum sem í myndlist, málörvun, leikjum eða samskiptum ýmiskonar.

                             Kveðja, Dagbjört

 

chickengenius

  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha þetta er daufa jeg er snorken og dunda mér við að vinna og lesa meðan að aðrir sofa á veturnar ekki slæmt það.

Enn mér fannst þetta ótrúlega vel orðað hjá þér færslan hér á ofan og ég er svo sammála þér þegar þú segir að maður verði að vera tilbúinn að taka við hugmyndum frá öðrum en þegar maður getur það þá á það eftir að margt borga sig. Alltaf gaman að lesa það sem þér býr í hjarta hafðu það gott. Bestu kv Jóna

Hjördís Jóna (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Það er ekki slæmt hlutskipti að vera Snorkurinn, vinnusöm og iðin stúlka eins og þú

Já það margborgar sig í starfinu okkar (leikskólakennaranum fyrir þá sem ekki vita) að geta tekið við hugmyndum frá öðrum.  Það virðist hljóma mjög auðvelt, en í raun er það það ekki. Ég veit ekki hvort það er eitthvað sérstakt með konur eða hvort þetta á við um bæði kynin. Sennilega er þetta bara einstaklingsbundið. En það er líka erfitt að taka við hugmyndum frá fólki sem veit allt best og kann allt best, því að þá er straumurinn bara í aðra áttina. Hugmyndaflæðið þarf allavega að vera í tvær áttir, ef ekki fleiri.

                       Gaman að heyra frá þér Jóna, 

                                   kv. Dagbjört

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 26.10.2007 kl. 14:51

3 identicon

Sæl Dagbjört mín

Á ekkert að fara að koma með nýja færslu, eller hva?

Milla (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband