Ritgerðarfréttir

Nú er tilefni til að blogga!! Í þessum töluðu orðum er verið að prenta út eintak af meistararitgerðinni minni til að senda til prófdómara LoL ...... Og mér er flökurt...... Ég finn að það er eitthvað innra með mér sem vill alls ekki senda hana frá mér, því það gætu hugsanlega e.t.v. leynst einhverjar villur í henni.... liggur við að þetta sé eins og þegar maður lætur litla barnið sitt í fyrsta sinn í pössun til annarra. En annað kvöld þegar ég er búin að senda 'barnið' á brott, kemur kærkomin hvíld Smile
Og næsta skref í ritgerðarmálum, er síðan að verja stykkið sem verður um miðjan maí.

 

      images


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

glæsilegt hjá þér 

Sólrún J (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 08:51

2 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Innilega til hamingju með þennan áfanga. Ég er nokkuð viss um að þér líði eins og að þungu fargi sé af þér létt. Sjálfsagt erfið og mjög löng meðganga, en nú er barnið fætt og bara eftir að mæla það og vikta. Hlakka til að sjá gripinn  Mikið rosalega er ég stolt af þér elsku Dagbjört og en og aftur innilega til hamingju með stórkostlegan áfanga.

p.s. Hlakka til að heyra frá hvernig mælingin kom út.

Bestu kveðjur frá Hafnarfirði

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Vá til hamingju !!!

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 24.4.2008 kl. 17:45

4 identicon

Elsku Dagbjört - innilega til hamingju með áfangann. Auðvitað líður þér eins og þú sért að sleppa barninu þínu. Að vera skrifa svona ritgerð er eins og að eiga sinn eigin heim, sem maður getur flúið inn í, viljandi og stundum tilneyddur. Hann er manns eigin eign sem enginn getur tekið af manni. Ekki fyrr en maður sendir í prentun og skilar. Kaflaskil í þínu lífi. Vá, hvað þú ert dugleg.  Til hamingju, -Milla

Milla (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:16

5 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Til hamingju

Nú taka við letidagar sem sagt!!! Góð tilbreyting eflaust? En ég held þú þurfir nú ekki að hafa áhyggjur af ritgerðinni - þú sem ert svo vandvirk og flott  Sjáumst í maí!!!

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:22

6 identicon

Til hamingju  Til hamingju Til hamingju Til hamingju Til hamingju

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:48

7 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Takka, takk kæru vinkonur    Er nú ekki enn farin að átta mig á þessu, er með hugann við vörnina, en ætti nú bara að reyna að hreinsa hugann áður en ég sný mér að henni   Enda hef ég nóg um að hugsa þessa dagana ... að leikskólastjórast og svo er það jú skólamálin innan KÍ Bara gaman

Kveðja, 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 27.4.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband