Rommkúlur, Mallorka og Súperman

Hafiði smakkað rommkúlur?? þær eru bara unaðslegar.... og þær renna ljúft niður með hverju sem er; rauðvíni, te og þess vegna eintómar líkt og í þetta sinn. Já og svo er það Súperman, er að horfa á myndina - góð mynd, frábær myndataka og leikarar eru vel valdir í hlutverk. Hinn ungi Súperman nær meira að segja hinum gamla góða ansi vel. Já og svo þetta með Mallorka. Var að ganga frá stelpuferð með dóttur minni til Mallorka í júlí Cool Það verður bara frábært! Hef aldrei farið með dóttur minni (né syni) til sólarlanda (hef bara farið einu sinni sjálf). Verður útskriftarferð fyrir okkur báðar; hún úr grunnskóla og ég úr meistaranámi Grin

 Kveðja, Dagbjört


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju kæra vinkona

Heyrðu varðandi leikritið 16 maí, þá er síðasta sýning 11 spurning hvort þú komir suður eitthvað fyrr? Eða eigum við að fara án þín?

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:33

2 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Já Svava, ég held þið verðið bara að fara án mín í þetta sinn Ég kem ekki fyrr en þann 16. suður.

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 29.4.2008 kl. 20:25

3 identicon

okídókí við gerum kannski bara eitthvað annað þegar þú kemur suður, hvernig lýst þér á það?

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

neibb - ekki smakkað rommkúlurnar - á það eftir...... en hef komið til Mallorca og þar er heitt og gott að vera - öfunda ykkur bara. Og auðvitað til lukku með ritgerðina - krossa fingur og vona að þú fáir góða dóma....

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 1.5.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Bíddu við ? Halló enginn Köben?og ég ekki látin vita?

kær kveðja erla perla

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 3.5.2008 kl. 02:01

6 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Já mín kæra Erla Stefanía, engin Köben a þessu sinni.  Ég var of sein til að fá þessa ódýru miða, loksins þegar ég var búin að ákveða mig þá voru þeir uppseldir.... En nokkuð líklegt að ég komi samt sem áður aður en námsárið þitt er á enda

Kær kveðja, 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 3.5.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband