Norske poteter og postmodernistiske negre

Norske poteter og postmodernistiske negreFyrir þá sem hafa áhuga á samskiptum fólks mæli ég með þessari bók. Ég verð þó að viðurkenna að ég skil ekki ennþá alveg hvað höfundurinn meinar með postmodernistiske negre... kannski það renni upp fyrir mér einn daginn. Í bókinni segir Walid Al-Kubaisi frá samskiptum innflytjenda og Norðmanna í Noregi . Þetta eru ýmist dæmi úr hans eigin reynslu eða úr reynsluheimi annarra. Stundum táraðist ég af hlátri, en öðrum stundum táraðist ég vegna þess hve sárt ég fann til með þeim sem áttu í hlut.

Walid er upprunalega frá Bagdad og hefur búið í Noregi frá 1986. Hann er gagnrýninn í skrifum sínum bæði á hinn almenna Norðmann sem og trúbræður sína. Við lestur bókarinnar fannst mér ég fá örlitla innsýn í hugsanagang múslima, þá miklu togstreitu, óöryggi og jafnvel örvæntingu sem myndast getur þegar fólk flyst í gerólíkt samfélagi,. Hann segir t.d. frá íröskum manni sem ólst upp í einum af heilugustu bæjum Shía múslíma. Þessi maður hafði aldrei séð andlit konu fyrr en 19 ára gamall er hann fór sem hermaður til Bagdad. Þegar hann svo kom sem kvótaflóttamaður til Noregs átti hann í fyrsta sinn í daglegum samskiptum við konur... þær voru léttklæddar, þær brostu til hans. Hann var augljóslega ekki læs á norska menningu og rangtúlkaði algerlega skilaboðin úr umhverfinu. En það sem höfundurinn gerir svo vel er að útskýra fyrir lesandanum forsendur norðmanna og svo forsendur múslima, þ.e. af hverju misskilningur á sér stað.

Mæli með þessari bók Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband