Og hvar eiga skólastjórnendur að finna peningana?

Hvernig á svo að fara að þessu? Hvaðan á að taka peningana? Hvað á að hætta við að gera, endurnýja, framkvæma til að fjármagna TV-einingarnar? Og hvað með starfsfólk sem tilheyrir öðrum stéttarfélögum en FL? Skólastjórar eiga þess kost á að sækja um TV-greiðslur fyrir leikskólakennara skv. fylgiskjali III í núgildandi kjarasamningi. En hvað með hina? Það er verið að tala um greiðslur vegna álags, og álag leggst á fleiri heldur en leikskólakennara. Í leikskólum starfa margir þroskaþjálfarar, fólk með ýmsa menntun sem tilheyrir ýmsum öðrum stéttarfélögum en KÍ, hvað á að greiða þeim fyrir aukið álag?

Ég er sammála því að það eigi að greiða fólki fyrir álag sem þetta. Fólk þarf einhverja umbun til að halda út. Við erum ekki að tala um álag sem hefur staðið í stuttan tíma, við erum í sumum tilfellum að tala um einhver ár þar sem sama sagan endurtekur sig afur og aftur! Og fólki sem er búið að standa í þessu ár eftir ár óar örugglega við tilhugsuninni um enn annan vetur.

Það er ekki nóg að huga einungis að launamálum leikskólakennara. Það þarf líka að huga að starfsumhverfinu, vinnuaðstöðu o.þ.h. Það eru til fullt af leikskólakennurum sem hafa horfið til annarra starfa vegna þess að þeir voru þreyttir. Því þó að það sé skemmtilegt og mjög gefandi að starfa í leikskóla þá er það erfitt. Það er erill í umhverfinu og oft hávaði. Og langmestan hluta starfsins má flokka undir samskipti. Samskipti við börn, foreldra, samstarfsfólk, utanaðkomandi sérfræðinga o.fl. o.fl. Þessi samskipti eru mjög krefjandi og oft ansi erfið. Og þegar heim er komið eftir að hafa sinnt börnum, hlustað á þau, huggað þau, hlegið með þeim, leikið, sungið, agað, vilja margir leikskólakennarar einungis ró, frið og umfram allt þögn.  Ég veit að margir skólastjórnendur hafa spurt sig hvað þeir geta gert til að laða til sín fagfólk og í sumum skólum og sveitarfélögum hefur mikið verið gert, eins og t.d. hvað varðar hávaðamengun.

kv. Dagbjört

(ps. fyrir þá sem ekki vita þá er ég og starfa sem leikskólakennari) 


mbl.is Ekki um að ræða tímabundna launahækkun allra leikskólakennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband