Til hamingju Kosovo-albanir!

Ég gleðst yfir þessari frétt og óska þess að íbúar Kosovo geti lifað í sátt og samlindi í framtíðinni. Það er kominn tími til að Kosovo-albanir geti borið höfuðið hátt og verið stoltir án þess að vera undir aðra komnir, hvort sem það eru Serbar eða Tyrkir.

                           Dagbjört
 


mbl.is Kósóvó lýsir yfir sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona gerist alltaf á kostnað einhverra annarra, svo það er spurning hvað fólk á að leyfa sér að bera höfuðið hátt. Það er til saklaust fólk í öllum hópum sem og vont.

Kosovo (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Það er rétt sem þú segir 'Kosovo' þetta verður alltaf á kostnað einhvers - í raun sama hvort það hefði verið, sjálfstæði eða ekki. Þetta verður örugglega ekki auðvelt og eitt er víst að þetta er ekki neitt einfalt. En ég er samt þeirrar skoðunar að í dag geta Kosovo-albanir verið stoltir.

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 17.2.2008 kl. 16:29

3 identicon

Þeir verða ennþá stoltari þegar þeir eru búnir að ná sameiningu við Albaníu og verða búnir að ná undir sig stórum hluta Makedóníu(og hugsanlega fleiri landsvæðum í nágrenninu):)

PB (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Takk fyrir innlitið PB. Spurning hvort fólk sé að ofmeta líkurnar á því að það stefni í svo kallaða 'Stór Albaníu'. Þegar tölur frá UNDP eru skoðaðar kemur í ljós að einungis 3.5% aðspurðra Kosovo-albana þykja sameiningu við Albaníu vera fýsilegan kost, á meðan 95,3% velja sjálfstæði héraðsins. Skýrsluna má nálgast hér.

Enda er það svo að Kosovo-albanir samsama sig almennt við Kosovo, en ekki Albaníu. Þó að þeir eigi að sjálfsögðu margt sameiginlegt með þeim. 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Innnilega til hamingju með starfið Dagbjört

Júlíus Garðar Júlíusson, 1.3.2008 kl. 18:29

6 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Takk fyrir Júlli! Ég er líka voða ánægð og mjög spennt   Nú er bara að herða sig við að klára meistararitgerðina svo ég geti farið að einbeita mér að nýju starfi

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:56

7 identicon

Hvaða rósir eru þetta, Dagbjört mín?  Starfið ... hvaða starf? Leyfðu okkur að heyra meira.  Þetta er efni í bloggfærslu, sko. Með knús kveðju úr Hafnarfirði, Milla

Milla (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband