Meistararitgerð og nýtt starf.

Ég var spurð, í athugasemd, um hvað ritgerðin væri sem tæki alla mína athyggli og við hvaða námsbraut ég væri. Ég er að ljúka við meistararitgerð nú í vor, en ég hef verið að nema við framhaldsbraut kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Í meistaraverkefninu hef ég verið að rannsaka líf og tilveru kvenna frá Kosovo sem búsettar eru hér á landi. Það er ótrúlega mikil vinna sem liggur að baki þessu verkefni... og eins og ég hef sagt áður vissi ég það fyrir, en ég gerði mér samt enga grein fyrir hve mikið þetta yrði þegar upp yrði staðið. Þetta er 30 eininga eigindleg rannsókn, þar sem ég tek djúp-viðtöl við nokkrar albanskar konur.  Rannsóknin er ekki tilbúin eins og er, en það sem mér finnst svona einna merkilegast, eða standa upp úr rannsóknarniðurstöðunum, er hve víðtæk áhrif lítil tungumálakunnátta innflytjenda hefur á tilveru þeirra. Ég held líka að við Íslendingar drögum oft rangar ályktanir af viðbrögðum eða hegðun sumra innflytjenda og við gerum okkur líka í hugarlund að allir múslimar séu steyptir í sama formið. En ég á nú örugglega eftir að ræða meira um rannsóknina og niðurstöður hennar þegar ég hef lokið við að verja ritgerðina Smile

Hún Milla kollegi minn spurði í athugasemd 'hvaða rósir' þetta væru sem væri verið að senda mér Smile Þær eru nú vegna þess að um daginn var ég ráðin í stöðu skólastjóra við leikskólann Krílkot (sem ég hef starfað í síðan sl. haust). Ég er þegar byrjuð í hálfu starfi, er í læri, og fyrsta maí tek ég síðan alveg við starfinu. Þetta er mjög spennandi, finnst mér allavega, verður örugglega ekki auðvelt... en, þetta er ögrun og það er einmitt það sem ég vil!

Kveðja, Dagbjört 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar hamingjuóskir með nýju stöðuna, Dagbjört mín  Ég er búin að bíða spennt eftir tilkynningunni. Þú hefur þetta allt í hendi þér, mundu bara eftir varalitinum mín kæra.

Ég hlakka til að heyra meira af ritgerðinni þinni. Mjög spennandi og fróðlegt efni.

Með kveðju úr Hafnarfirði, Milla

Milla (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Hehe, Milla, það eins með varalitinn og sætindin, það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast svo ég gleymi honum

Saknaðarkveðjur! 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 3.4.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband