Færsluflokkur: Bloggar

Daggæslubörn - hvað þýðir það?

Það er leiðinlegt að lesa það þegar fréttamenn fara ekki með rétt mál. Sennilega af fávisku, nú eða að einhver notaði ákveðin hugtök í þeirra eyru sem þeir síðan nota án þess að vita betur. Hér er um að ræða frétt um spennandi verkefni sem er að fara af stað í skólamálum í Mosfellsbæ. Krikaskóli verður fyrir börn frá eins árs aldri til 10 ára (4. bekk) segir í fréttinni. En fréttamaðurinn Steinþór Guðbjartsson talar um daggæslubörn, þ.e. börn milli eins og tveggja ára. Þessi sömu börn virðist hann vísa í með titli fréttarinnar ungabörn fara í skóla. Einhverra hluta vegna hefði ég haldið að ungabörn séu innan við eins árs aldur.

Það er ekkert sem heitir daggæsla innan skólakerfisins! Í Aðalnámskrá leikskóla (1999) er hvergi minnst á orðið daggæslubörn né heldur orðið daggæsla. Það er nefnilega þannig að leikskólar eru fyrir leikskólabörn. Börn hafa rétt á því að hefja leikskólagöngu sína eftir að fæðingarorlofi líkur. Og verða þá nemendur í leikskóla.

Dagbjört


mbl.is Ungabörn fara í skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ert þú fordómafull/ur??

Hvað eru fordómar? Á einfaldan hátt má segja að svarið felist í sjálfu orðinu for - dómur, það að dæma fyrirfram, dæma án þess að kynna sér viðkomandi einstakling eða aðstæður. En ætli þú lesandi hafir fordóma í garð einhverra? Ég held að flestir svari þessari spurningu neitandi, allavega heyrir maður fólk gjarna segja: Ég er ekki fordómafull/ur en .... Nú eða að fólk segir: Ég er ekki rasisti en...

Hvað þýðir þetta litla orð 'en' í þessu tilfelli? Það getur m.a. þýtt: Útlendingar eru fínir, bara að ég þurfi ekki að eiga samskipti við þá.

Íslendingar hafa löngum talið sig vera fordæmalausa þjóð. Það er bara einhvernveginn þannig að við verðum ekki vör við eigin fordóma fyrr en á reynir. Og nú reynir á. Algengastir á vesturlöndum í dag eru svokallaðir hversdagsfordómar, þ.e. duldir fordómar. Þeir lýsa sér í pirringi, óvingjarnlegri framkomu, tortryggni, uppnefnum, háði, hroka, afskiptaleysi og verri þjónustu. Kannast ekki einhver við að hafa annað hvort sagt eða heyrt fólk segja: Ég fékk mér 'tæju' til að þrífa hjá mér. Eða: Það er svo mikið af Pólverjum þarna að ég nenni ekki þangað inn. Það mætti telja upp mörg dæmi um það sem fólk segir, allt frá því að kvarta undan of mikið af útlendingum út í næstu matvöruverslun til þess að hræðast það að börn þeirra fái lakari skólaþjónstu vegna þess hve margir útlendir nemendur séu í skólanum.

Þó að ég beini sjónum mínum aðallega að fordómum í garð fólks af erlendum uppruna þá beinast þeir að mörgum öðrum minnihlutahópum (beinast einnig í báðar áttir, en það skrifa ég um seinna). Fyrr í kvöld horfði ég á fréttir RUV og þá var verið að fjalla um málefni samkynhneigðra í Færeyjum. Það var tekið viðtal við hjón á förnum vegi og þau spurð um skoðun þeirra. Frúin varð fyrir svörum á meðan eiginmaðurinn nikkaði með góðlátlegt bros á vörum. Hún sagði sem svo að þau væru mótfallin tilteknum lögum sem spurt var um (sem að mig minnir eru til að styrkja/verja stöðu minnihlutahópa í Færeyjum, m.a. homma og lesbía) af því að þau væru Kristin (með áherslu)... og svo brosti hún sínu blíðasta og bætti við að þau samþykktu samt sem áður alveg þetta fólk sem manneskjur....... Sem sé, þú ert manneskja en átt ekki að fá sömu réttindi og ég, ekki eins rétthá.

Nóg um þetta í bili, væri gaman að fá að heyra skoðanir ykkar, dæmisögur eða innlegg.

 Dagbjört

 

 

 

 


Hvar er ástin??

Get ekki orða bundist! Af hverju ætli konan hafi gifst honum til að byrja með?? Peningar, útlit, völd? Kannski hún hafi farið á stúfana og fundið þau gen sem hún hefur talið ákjósanleg til að blanda sínum og svo þegar á hólminn var komið virkaði plottið ekki. En hvað ætli hún hefði sagt ef hún hefði orðið ólétt fyrir brúðkaupið???? Ætli hún hefði kært hann fyrir að sverta mannorð sitt? En allavega, hvar var ástin í þessu sambandi?

Dagbjört


mbl.is Kona fékk skaðabætur vegna getuleysis manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æj, æj...

Ekki þykir mér skrítið að hún vilji ekkert með hann hafa... þó svo hún hafi ekkert vitað um þessar upptökur þá má gera sér í hugarlund að maðurinn sé eitthvað ... ja, brenglaður. Annars er aldrei að vita hvað ástin fær 'venjulegt' fólk til að gera.

Dagbjört


mbl.is Dónaleg hefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparisjóður Svafdæla til fyrirmyndar!!

Nú þykir mér gott að búa á Dalvík Smile  og það er ekki laust við að það örli á pínulitlu stolti yfir að búa á stað þar sem fólk lætur verkin tala. Ég er viss um að þetta hús á eftir að setja fallegan svip á bæinn og hleypa enn meira lífi í menningarlífið. Ég segi bara, til hamingju Dalvíkingar!

Dagbjört


mbl.is Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak hjá Samherja á Dalvík!

Samherji á Dalvík býður nú íslenskukennslu fyrir útlenda starfsmenn sína á vinnutíma. Þetta finnst mér frábært framtak og greinilegt að þarna eru metnaðarfullir stjórnendur á ferð sem kunna og vilja fjárfesta í starfsfólki sínu. Það að eiga möguleika á að stunda íslenskunám á vinnutíma auðveldar lífið hjá fólki sem vinnur langan vinnudag og kemur sér væntalega að lokum til góða fyrir atvinnurekandann. Ég las þessa frétt í blaðinu Norðurslóð, dagsetta í dag, sem gefið er út á Dalvík. Því miður gat ég ekki fundið fréttina rafræna til að birta hér.

 Dagbjört


Björn Eidsvåg, hinn frábæri listamaður kemur mér ávalt í gott skap.

eidsvaag_naade_frontÉg býst við að það taki mig langan tíma að læra á alla þessa spennandi möguleika sem felast í þessu merkilega stjórnborði hér á bloginu. Mig langar óttalega til að setja inn tónlist, en ég kann ekki alveg á það ennþá. Allavega gekk ekki í fyrstu tilraun, og reyndar ekki heldur í tilraun nr. tvö.... En allavega þá er ég að hlusta á þann frábæra tónlistarmann Björn Eidsvåg. Hann syngur um allt sem við kemur mannfólkinu. Hjónabandið og flækjur þess, drykkju, samkynhneigð, sjálfsmorð, ástina, stjórnmál, réttlæti .... og svo lengi mætti telja. Í lögum hans felast sögur, litlar myndir sem ég hverf inn í í hvert sinn sem ég hlusta á lögin. Ég sé fyrir mér fólkið, finn fyrir tilfinningum þess, sorgum og gleði. Og þegar ég verð búin að læra á öll undur stjórnborðsins þá mun ég setja inn einhver vel valin lög þessa frábæra listamanns Smile En þangað til þá er ég allavega búin að setja inn tengil á vefsíðu þar sem hægt er að kynnast listamanninum ögn betur.

Kveðja, Dagbjört


Þjóðleikhúsið býður börnum með íslensku sem sitt annað tungumál ókeypis í leikhús.

Það gleður mitt hjarta að sjá frétt sem þessa  Smile 

'Í tilefni Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar býður Þjóðleikhúsið börnum með íslensku sem sitt annað tungumál ókeypis í leikhús laugardaginn 24. febrúar 2007. Um er að ræða brúðusýningu Bernd Ogrodniks byggða á sögu og tónlist Prokofievs um Pétur og úlfinn.'

Þetta er einmitt ein leið af svo mörgum sem hægt er að fara til þess að taka þátt í aðlögunarferli innflytjenda. Það er mín skoðun að með þessu sýnir Þjóðleikhúsið í verki að það kann að meta þá fjölmenningarlegu flóru sem er að myndast í samfélaginu okkar. Einnig má benda á að listamaðurinn sjálfur er innflytjandi hér á Íslandi og því ljóslifandi dæmi um hve ríkulega einstaklingar geta skilað til samfélagsins, í þessu tilfelli í formi lista.

Kv. Dagbjört


Upplýsingasími fyrir innflytjendur

Upplýsingasími fyrir innflytjendur á ýmsum tungumálum finnst mér frábært framtak hjá Rauða krossinum og Fjölmenningarsetri Vestfjarða. Einföld leið til að auðvelda fólki upplýsingaleit. Það getur nefnilega tekið ansi langan tíma til að vita hvernig 'kerfið' virkar, hvar á að nálgast hina ýmsu hluti, hver er réttur fólks og skyldur einnig. Ég bjó eitt sinn í Noregi, og þó að norsk menning og 'kerfi' sé mjög líkt hinu íslenska þá geta þessi praktísku atriði tekið svo óttalega langan tíma og orku. Hvert á maður að fara, hvern getur maður spurt... og ef maður þekkir ekki einhvern sem þekkir til neyðist maður endalaust til að finna upp hjólið. Þess vegna finnst mér frábært að fólk sem talar tælensku, ensku, pólsku og nú serbnesk/króatísku geti hringt eitt símtal og fengið upplýsingar. Það er nefnilega þannig að til lengri tíma litið þá er það samfélagið í heild sem græðir. Þ.e. eftir því sem betur er staðið að aðlögun innflytjenda að samfélaginu, þeim mun betur geta þeir lagt sitt af mörkum til samfélagsins. 

Kveðja, Dagbjört


Fyrsta deitið - Valentínusardagur

Það eru liðin 20 ár frá því að ég fór á mitt fyrsta deit! Já, já, ég veit vel að þið bara getið ekki trúað að það sé liðinn svona langur tími, en svona er þetta nú samt. Það má segja að á laugardagkveldinu 14. feb. '87 hafi grunnurinn verið lagður fyrir minn fjölmenningarlega áhuga, sem birtist með margvíslegum hætti. Þetta deit átti sér stað í smábæ nokkrum að nafni Albany úti á sléttum Texas fylkis í Bandaríkjunum. Ég bjó þá sjálf í bæ sem heitir Abilene, ekki svo langt í burtu. Nú herramaðurinn var Norðmaður að nafni Jon Karsten Frantsen, þannig að alþjóðlegt var það. Auðvitað var ég soldið skotin, en samt ekki mikið, þetta var nú aðallega spennandi - svona fyrsta deitið og allt það.       InLove

 Kveðja, Dagbjört


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband