Gott framtak hjá Samherja á Dalvík!

Samherji á Dalvík býður nú íslenskukennslu fyrir útlenda starfsmenn sína á vinnutíma. Þetta finnst mér frábært framtak og greinilegt að þarna eru metnaðarfullir stjórnendur á ferð sem kunna og vilja fjárfesta í starfsfólki sínu. Það að eiga möguleika á að stunda íslenskunám á vinnutíma auðveldar lífið hjá fólki sem vinnur langan vinnudag og kemur sér væntalega að lokum til góða fyrir atvinnurekandann. Ég las þessa frétt í blaðinu Norðurslóð, dagsetta í dag, sem gefið er út á Dalvík. Því miður gat ég ekki fundið fréttina rafræna til að birta hér.

 Dagbjört


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæjjjjjj... gaman að hitta þig hér... og sérlega spennandi og áhugaverð blogg hjá þér... sjáumst sem fyrst.... kveðja Jenný

Jenný (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband