Færsluflokkur: Bloggar

“You give me one idea and I will give you mine and together we will have two.”

creativity-flow-600Þessi orð, you give me one idea and I will give you mine and together we will have two, skrifar vinkona mín í athugasemd sinni við færslu þar sem ég er að velta fyrir mér hvað sköpunargáfa sé. Ég held að í starfi eins og mínu (og hennar líka), þ.e. leikskólakennarastarfinu sé gott að hafa þessa setningu hugfasta og einnig er nauðsynlegt að hafa skapandi hugsun.

Starfið krefst mikillar samvinnu við kennara, fullorðna og börn. Kennarinn er sífellt að hugsa upp nýjar leiðir, aðferðir, hugmyndir, því ef hann gerir það ekki verður stöðnun og jafnvel stjórnleysa. Hvað meina ég með stjórnleysu? Það að eiga góð samskipti við hóp barna sem sum eru róleg, önnur kröftug og enn önnur með hina ýmsu stimpla ( eins og ADD, ADHD, ODD o.s.frv.), en öll eru þau skemmtileg hver á sinn hátt, nú hvert er ég að fara með þessari umræðu minni? Jú, í þessum samskiptum kemur alltaf eitthvað óvænt upp og kennarinn þarf að eiga í farteski sínu hinar ýmsu aðferðir og hugmyndir sem hann getur gripið til þegar á þarf að halda. Að geta gert það þegar mest áreiti er til staðar, eitt barnið grætur, tvö slást, annað vill endilega fá að segja þér frá einhverju sem því liggur á hjarta og enn annað barn dettur og meiðir sig með tilheyrandi gráti, krefst skapandi hugsunar.

Nú og hvað kemur þessi setning um hugmyndirnar tvær þessu við? Jú, þegar andrúmsloft vinnustaðarins er þannig að fólk gefur af sér hugmyndir og ekki síst er tilbúið að taka við hugmyndum annarra (sem virðist oft á tíðum vera mjög erfitt) þá verður til skapandi andrúmsloft. Þetta andrúmsloft virkar eins og úrvals gróðurmold fyrir sumarplöntur, hver hugmyndin sprettur upp af annarri. Fólk fyllist krafti, verður glaðara og um leið verður vinnan léttari. Fólk á fleiri hugmyndir í pokanum sínum sem það getur gripið til jafnt í agamálum sem í myndlist, málörvun, leikjum eða samskiptum ýmiskonar.

                             Kveðja, Dagbjört

 

chickengenius

  

  


Hver ert þú í Múmíndalnum??

frontÉg rakst á þetta próf á netinu, Hvem er du i Mummidalen, og ákvað að sjá hver ég yrði, og viti menn ég er hún Múmínmamma. Mér fannst hún nú alltaf frekar leiðinleg, gerðist ekkert spennandi hjá henni nema þá helst að baka pönnukökur og gera sultu. Kannski ég hefði átt að svara aðeins öðruvísi og segjast ekki geta verið án veskisins, nú eða veiðistangarinnar, þá hefði útkoman kannski orðið með aðeins meiri ævintýraljóma.

En kannski er ekki svo slæmt að vera Múmínmamma, hún er jú sú sem hugsar vel um fólkið sitt, er hugulsöm og ljúf. Og það er nú alls ekki svo slæmt, eða hvað.

                                                                       Kveðja, Dagbjört


Undurfagur fugl

IMG_3716Um daginn fór ég á ráðstefnuna Hin mörgu andlit menningar og lista. Það var ótrúlega gaman, fróðlegt og upplífgandi að sitja ráðstefnuna. Það er tvennt sem skilur mest eftir hjá mér. Fyrst er að nefna vinnusmiðju þar sem þátttakendur gátu búið til allt milli himins og jarðar úr margvíslegum efniviði. Á meðfylgjandi mynd má sjá undirritaða að að mála undurfagrann fugl. En listaverkið unnum við vinkonurnar saman, ég og Michelle. Síðan er það heimsókn í leikskólann Naustatjörn sem ég hafði mjög gaman af, og langar einfaldlega aftur til að skoða enn betur. Flottur skóli og frábært skólastarf sem þar fer fram. 

           Dagbjört
 


Lagaflækjur í völundarhúsi...

Ég er að rembast við að skrifa um þau lög sem fjalla um útlendinga og innflytjendur á Íslandi. Og þvílíkt og annað eins!! Ensku textarnir sem ég las í eigindlegum aðferðarfræðum um veraldarsýn o.þ.h. (fyrir þá sem þekkja til) eru barnaleikur miðað við þessa flækju, og samt er þetta nú allt á íslensku - eða á allavega að vera það. Svo þegar ég held að ég skilji eina lagagrein fer allt í flækju þegar ég les áfram ... og svo er vitnað fram og til baka í fleiri greinar og önnur lög!! Og nú skil ég ósköp vel af hverju lögfræðinámið tekur 5 ár (held það sé rétt hjá mér) Frown

Dagbjört 


Hin mörgu andlit menningar og lista

Er á leið á ráðstefnu/námskeið á morgun sem ber þetta heiti Hin mörgu andlit menningar og lista. Þátttakendur koma frá öllum norðurlöndunum og færri komust að en vildu að mér skilst. Mér finnst það mikill metnaður hjá Akureyrarbæ að standa fyrir slíkri ráðstefnu. En allavega, þetta verður ekki lengra núna, leyfi ykkur vonandi að heyra hvernig var í smiðjunni þar sem stór og lítið smíða saman sem stýrt verður af  George Hollander, leikfangasmiði í leikfangasmiðjunni Stubbi. Þetta verður bara spennandi og skemmtilegt Smile

Kv. Dagbjört


Úff...

Get ekki sagt að ég gleðjist yfir þessari frétt. Hvað með ásýnd Vestfjarða og ferðamannaiðnaðinn sem hefur farið ört vaxandi??? Hvernig á þetta tvennt að geta farið saman? Ég keyrði vestur um daginn, fór Djúpið þar sem það er styttra, en á baka leiðinni valdi ég að fara heiðarnar. Og það er hreint ótrúlega fallegt á þessu svæði. Og já, ég veit alveg að heimamenn lifa ekki á því að gamlir Vestfirðingar keyri þarna í gegn. Enginn lifir á því. En hvað með aðrar leiðir? Þekkingariðnaðinn, ferðamannaiðnaðinn? Óspillta náttúrufegurð Vestfjarða? 

        Með sorg í hjarta, Dagbjört
 


mbl.is Leyfa byggingu olíuhreinsistöðvar í Arnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvar eiga skólastjórnendur að finna peningana?

Hvernig á svo að fara að þessu? Hvaðan á að taka peningana? Hvað á að hætta við að gera, endurnýja, framkvæma til að fjármagna TV-einingarnar? Og hvað með starfsfólk sem tilheyrir öðrum stéttarfélögum en FL? Skólastjórar eiga þess kost á að sækja um TV-greiðslur fyrir leikskólakennara skv. fylgiskjali III í núgildandi kjarasamningi. En hvað með hina? Það er verið að tala um greiðslur vegna álags, og álag leggst á fleiri heldur en leikskólakennara. Í leikskólum starfa margir þroskaþjálfarar, fólk með ýmsa menntun sem tilheyrir ýmsum öðrum stéttarfélögum en KÍ, hvað á að greiða þeim fyrir aukið álag?

Ég er sammála því að það eigi að greiða fólki fyrir álag sem þetta. Fólk þarf einhverja umbun til að halda út. Við erum ekki að tala um álag sem hefur staðið í stuttan tíma, við erum í sumum tilfellum að tala um einhver ár þar sem sama sagan endurtekur sig afur og aftur! Og fólki sem er búið að standa í þessu ár eftir ár óar örugglega við tilhugsuninni um enn annan vetur.

Það er ekki nóg að huga einungis að launamálum leikskólakennara. Það þarf líka að huga að starfsumhverfinu, vinnuaðstöðu o.þ.h. Það eru til fullt af leikskólakennurum sem hafa horfið til annarra starfa vegna þess að þeir voru þreyttir. Því þó að það sé skemmtilegt og mjög gefandi að starfa í leikskóla þá er það erfitt. Það er erill í umhverfinu og oft hávaði. Og langmestan hluta starfsins má flokka undir samskipti. Samskipti við börn, foreldra, samstarfsfólk, utanaðkomandi sérfræðinga o.fl. o.fl. Þessi samskipti eru mjög krefjandi og oft ansi erfið. Og þegar heim er komið eftir að hafa sinnt börnum, hlustað á þau, huggað þau, hlegið með þeim, leikið, sungið, agað, vilja margir leikskólakennarar einungis ró, frið og umfram allt þögn.  Ég veit að margir skólastjórnendur hafa spurt sig hvað þeir geta gert til að laða til sín fagfólk og í sumum skólum og sveitarfélögum hefur mikið verið gert, eins og t.d. hvað varðar hávaðamengun.

kv. Dagbjört

(ps. fyrir þá sem ekki vita þá er ég og starfa sem leikskólakennari) 


mbl.is Ekki um að ræða tímabundna launahækkun allra leikskólakennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makrílslóð

Nú bý ég ekki lengur við Hjarðarslóð, heldur við Makrílslóð. Ekki það að skilja að ég sé flutt, heldur er mikil hátíð að ganga í garð. Fiskidagurinn Mikli. Allar götur hér á Dalvík hafa öðlast nýtt heiti, og öll eru þau tengd fiskum á einn eða annan hátt. Bærinn er líka allur orðinn ótrúlega fínn, allir sem vettlingi geta valdið eru á fullu að pússa og gera fínt í kringum húsin sín, mála, skreyta og kveikja á jólaljósunum sem að sjálfsögðu eru sannkölluð skrautljós núna! Þegar gengið er um bæinn má einnig sjá uppbúna 'sjókalla', gínur sem íbúar bæjarins eru búnir að útbúa sér og klæða upp í sjógalla. Sumir þessara sjóara eru á veiðum, aðrir sitja út við götukannt með flösku sér í hönd. 

Það er einnig greinilegt að margir ætla að leggja leið sína hingað þessa helgi. Bærinn er að fyllast af fólki!!! Hvert sem litir er má sjá fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagna og meira að segja gömlu góðu tjöldin!!! Og það sem skemmtilegast er, hvert sem litið er má sjá fólk, heimamenn sem aðkomufólk, og allir eru brosandi Smile Það yljar manni um hjartað og maður getur ekki annað en hrifist með.

Í kvöld sem í gærkveldi hef ég verið að gera tilraun, baka rúgbrauð! Hef svo sem gert það áður en það eru mörg ár síðan. Málið er að móðir mín hefur alltaf bakað brúgbrauð og gefið til Fiskidagsins (sem sé allir bæjarbúar leggjast á eitt til að gera góða hátíð). Svo vill til núna að hún getur ekki komist í að baka, svo þá er ekkert annað að gera en að redda málunum og skella í nokkrar mjólkurfernur og vona að útkoman verði voða góð Grin

 Með von um að sjá sem flesta,

                                  Dagbjört
 


Sjálfsagi og einbeiting...

Ég hef verið eitthvað léleg við að blogga undanfarið. Get svo sem sagt að það hafi verið mikið að gera, veikindi, börn, útreiðar, vinna o.s.frv. En það tekur nú samt ekki langan tíma að pikka nokkrar línur. En mér finnst ég þurfi samt að hafa eitthvað til að blogga um, get ekki bara bloggað út í loftið (eins og ég er að gera núna reyndar). Nú ástæðan fyrir því að ég virðist geta það í þetta sinn er sennilega sú að ég á að vera að læra! Málið er nefnilega að ég er komin í sumarfrí og í allan vetur og nú í sumar hef ég sagt að sumarfríið skuli verða nýtt til að vinna að meistararitgerðinni. Og nú er komið að því og mikið ofsalega er þá auðvelt að finna sér allt annað að gera...... Woundering Þannig að ef þið lesendur góðir getið sent mér góða strauma um sjálfsaga og einbeitningu þá væri það vel þegið!! Því það er einmitt það sem þarf, sjálfsagi og einbeiting. Sérstaklega þegar sumarið virðist allt í einu komið hér á Dalvík og mér stendur til boða að fara í 10 daga hestaferðalag um norð/austur horn landsins, en ég hef ekki látið freistast, hef bara tekið þátt í að þjálfa þessa yndislegu hesta undir ferðina, og það hefur verið mjög gaman Grin

Sumarkveðjur,

                Dagbjört


Hvaða kona hefur þörf fyrir karlmann...

... þegar hún getur valið sér ljúffengt súkkulaði og dót úr dótakassanum? Nú og ef henni langar í barn getur hún skroppið yfir hafið og heimsótt 'storkinn' Whistling    Þannig að, það er engin þörf fyrir þessar elskur nema þá einna helst til að elda eitthvað ljúffengt    Halo

               Dagbjört 


mbl.is Breskar konur kjósa súkkulaði fram yfir kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband