Skolan mitt i förorten

Ein af bókunum sem ég er að lesa þessa dagana heitir Skolan mitt i förorten eftir félagsfræðinginn Nihad Bunar (reyndar verð ég að viðurkenna að ég er í basli með að skilja orðið förorten). Ég er bara rétt að byrja svo ég get ekki sagt mikið um bókina. En í henni skrifar Bunar m.a. um fjölmenningu, aðlögun, aðskilnað og aðferðir skóla og nemenda til að takast á við afleiðingar aðskilnaðar. Bunar er Bosníumaður sem kom sem flóttamaður til Svíþjóðar 21 árs gamall og starfar m.a. við rannsóknir við Háskólann í Stokkhólmi. Hér má sjá viðtal við hann sem ég fann á netinu.

Dagbjört


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband