Tímaleysi, sjálfstæð vinnubrögð og agi...

Í dag eru 30 dagar til jóla, ég get ekki sagt að mig hlakki neitt sérlega til, eiginlega kvíður mig frekar fyrir þessum tíma. Ekki það að mér finnist ekki gaman á jólunum (og já ég segi á jólunum) eða að ég eigi einhverjar ægilega minningar um drykkjuskap eða annan ófögnuð sem ég tengi við hátíðirnar. Ég hef bara einfaldlega ekki tíma í þetta allt saman. Og ástæðan er, jú, eins og svo margir Íslendingar kem ég sjálfri mér í þá aðstöðu að hafa allt of mikið að gera. Ég segist sko alls ekki vera ein af þessum 'súper konum' sem allt gera og geta, en samt vaknaði ég einn daginn við það að vera að skrifa meistararitgerð ásamt því að vinna fullan vinnudag (og ég ætla nú ekki að þreyta ykkur sem nennið á annað borð að lesa þetta með því að telja upp fleiri verkefni). En munurinn á mér og 'súperkonunum' vil ég meina er að þær eru líka með allt í röð og reglu heima hjá sér ... nema þá kannski þær sem kaupa sér heimilisaðstoð ... gæti verið þess vegna sem allt er í röð og reglu hjá þeim...

En aftur að blessaðri meistararitgerðinni. Ég taldi mig vita út í hvað ég væri að fara þegar ég lagðist í það að gera þessa ritgerð. En það er eitt að sitja námskeið í framhaldsnámi og allt annað að vinna meistaraverkefni. Í námskeiðum eru ákv. skiladagar og ákv. verkefni sem nemendur vinna, einir eða með öðrum. Þegar um meistaraverkefni er að ræða eru ekki þessir tíðu skiladagar. Nemandinn vinnur verkefni sitt einn, þ.e. ekki með öðrum nemanda. Hann hefur jú leiðbeinanda sinn, en það er enginn annar nemandi að vinna sama verkefni, þannig að það er ekki hægt að taka upp tólið og tala við aðra nemendur um efnið sem slíkt. Þannig að þegar ég heyri um fólk (sem heyrist ansi oft) sem er búið með allt í háskólanámi sínu nema lokaverkefnið (fólki finnst það nefnilega merkilegt að viðkomandi skuli vera búinn með svona mikið) þá hugsa ég, já þessi hefur það e.t.v. ekki í sér sem til þarf, eins og AGA, því þetta snýst um sjálfstæð vinnubrögð, að geta byrjað á ákv. verkefni og klárað það. Og talandi um aga, þá ætla ég að hætta þessari sjálfsvorkun um hve mikið ég hef að gera og koma mér að verki, en í raun (fyrir þá sem eru ekki löngu hættir að lesa) þá er ég stödd, að mér finnst, á mjög spennandi stað í vinnunni, ég er að skrifa niðurstöður og það er það skemmtilegasta hingað til! Að spá og spekúlera og túlka orð meðrannsakenda minna (viðmælenda).

Og fyrir þá örfáu, ef einhverja, sem enn lesa þetta, þá er ég að skrifa um líf og reynslu kvenna frá Kosovo á Íslandi Smile

Bestu kveðjur, Dagbjört 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú - hú! loksins einhver sem skilur mig! ENN ein jólin, er engin lát á þessu? Ekki það að ég sé að skila meistararitgerð en mig langar að gera eitthvað annað en að skreyta og baka og kaupa jólagjafir og hvað á maður svo líka að vera að gera? Svo þegar SPURNINGIN kemur ... þessi sem hljómar einhvern veginn svona ... ERTU BÚIN AÐ ÖLLU? - hvað er nú þetta ALLT?

Kveðja, Milla

Milla (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Akkúrat Milla! Hvað er þetta 'allt'??? Skera út laufabrauð (í þeim málum hef ég þá góðu afsökun að vera Vestfirðingur en ekki Norðlendingur og þess vegna skv. landfræðilegum hefðum þarf ég ekki að framkvæma þá gjörð), piparkökur, SÖRUR, jólakort (heimagerð), jólaskreytingar ... já og svo eru það öll jólaglöggin, jólahlaðborðin ... og já svo öll jólaINNKAUPIN?!?!?!

Svo eru sumir svo ósköp sniðugir og kaupa svona ilmkerti með piparkökulykt og kaupa svo kökurnar og setja í sætt jólabox þá er allavega búið að redda þeim málum. Já og ég gleymdi JÓLAÞRIFUNUM!! Þá er alltaf hægt að bleyta tusku með vatni og þrifsápu og setja á heitan ofn, og þá ylmar allt húsið

               

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 25.11.2007 kl. 22:34

3 identicon

Þú ert svo dugleg  núna er ég "bara" í framhaldsnámi og finnst það nóg samt  sko þrífa .... humhum núna er sá árstími sem kynþokkafullar konur njóta sín hvað best  hvað á ég við með því? Sko núna má sleppa því að þrífa, dragðu fyrir gluggana (svo sólin skíni ekki inn þar sem hún er svo hættulega lágt á lofti jú sí), kveiktu á kertum, farðu í notaleg (ja kannski sexý) föt og vertu afslöppuð og algjört möst, varalitaðu þig og brostu og njóttu  borðaðu mikið af öllu, drekktu og leiktu þér og skrifaðu auðvitað masterinn líka  

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Viltu hafa samband.

kv

ragna@vikari.is

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 13.12.2007 kl. 18:16

5 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ég er bara að kasta jólakveðju á þig kæri bloggvinur.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

 

Kv Sigríður

Sigríður Jónsdóttir, 23.12.2007 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband