Lokauppkasst

Jæja það er nú orðið ansi langt síðan ég skrifaði síðast, mætti halda að ég væri bara hætt þessu bloggeríi. Nú er ég að hamast við að ljúka við 'lokauppkasst' eins og það heitir, af ritgerðinni minni. Á að skila því núna um mánaðarmótin. Er eiginlega komin með magasár, hætt að gefa mér tíma í leikfimi (sem er að sjálfsögðu það síðasta sem maður á að gera undir álagi), gef mér ekki einu sinni tíma fyrir rauðvín lengur (réttara sagt maginn þolir það ekki lengur), hvað þá að ég nýti tímann í að taka til og þrífa! Ólíkt því sem margur gerir, sem þrífur aldrei jafn mikið og þegar á að vera að gera eitthvað annað. Nei, á þessum bæ safnast bara rykið og draslið fyrir! Og svo drekk ég te í ómældu magni, spurning hvort ég ætti að færa mig yfir í kaffið, svona til að fá meiri kikk út úr koffíninu.... já og svo hef ég enga stjórn á sætindaátinu. Og alltaf er það sama afsökunin: Ég hætti þessu eða byrja á þessu (eftir því sem við á) þegar lokauppkasstið er komið í höfn. Og ég ætla ekki að lýsa því hve mikið mér hlakka til þess tíma þegar ég skila því inn og býð eftir að fá það til baka :) Það verður bara yndislegt!

Og svona í lokin, þar sem ég er mikið að skoða fordóma og alls kyns mismunun þá rakst í á þessa mynd á netinu:

 

Sexual harassment cartoon

 

             

                             Kveðja, 

                                         Dagbjört


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega ertu dugleg  ég skil allt sem þú talar um, þetta er nákvæmlega það sem gerist heima hjá mér undir álagi, hér gleymist tuskutaktar, rykið verður þannig að ég grípa það versta með höndunum  og súkkulaðið ummmmmmm súkkulaðið það verður allt í einu ómissandi og ég finn svo margar afsakanir fyrir átinu

Hlakka til að heyra frá þér þegar ritgerðin er komin í höfn. Gangi þér vel á lokasprettinum.

kveðja frá Hafnarfirði

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 08:00

2 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Takk fyrir það Svava. Svo er alveg ótrúlegt til þess að hugsa að maður kemur sér sjálfviljugur í þessa stöðu

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 11.2.2008 kl. 18:03

3 identicon

Gangi þér vel með ritgerðina, ég sprakk út hlátri þegar ég las þessa mynd.

það er eins og allir verða bara að fitta undir sama hattinn í þessu þjóðfélagi.

kær kveðja Sólrún  

Sólrún J (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:44

4 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Takk fyrir það Sólrún. Já mér finnst þessi mynd alveg frábær

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 13.2.2008 kl. 16:42

5 identicon

Hver er námsbrautin og um hvað fjallaði ritgerðin?, sú sem tók allan hug frá tiltekt og kaffi að undanteknum sætindunum

1232@visir.is (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 16:39

6 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Takk fyrir innlitið, já hver er námsbrautin og ritgerðin? Ég hef sennilega verið svo upptekin að ég hef ekki greint frá því. En ég er við framhaldsbraut kennaradeildarinnar við Háskólann á Akureyri og hef verið að rannsaka líf kvenna frá Kosovo á Íslandi

Ætli ég skelli bara ekki inn einni færslu um efnið (kominn tími á nýja færslu fyrir löngu!)

 En  hvað varðar sætindin, þá væri ástandið orðið ansi alvarlegt ef ég væri orðin fráhverf þeim

Kveðja, 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 3.4.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband