Hver segir að Íslendingar séu ekki rasistar?!?!

Já nú er ekki von að ég spyrji. Samkvæmt fréttunum í kvöld á RÚV vilja Íslendingar aðeins svið af hvítum sauðum Woundering  Leggja golsótta sauði, mórauða, ja hvað þá svarta sauði ekki sér til munns LoL
Getur verið að þarna birtist hið innsta eðli Íslendinga? Að í raun og veru séum við upp til hópa fordómafull Whistling  Reyndar þegar ég hugsa um blessaðar kindurnar þótti mér þær golsótta alltaf svo ofsalega flottar, ætli ég myndi ekki velja þær, þ.e. ef ég gæti vinsað þær úr í fristinum út í búð Joyful

Kv. Dagbjört 


Útlendingar

Fólk hefur margvíslegar skoðanir á útlendingum. Sumir eru jákvæðir, aðrir neikvæðir og enn aðrir - ja, þeim er alveg sama eða hugsa ekki út í útlendingapólítíkina. Hér á blogginu eru alveg ótrúlegar umræður um innflytjendur. Fólk skiptist á skoðunum um þau málefni líkt og önnur. En það eru líka miklir fordómar og jafnvel hræðsluáróður sem maður getur rekist á þegar lesnir eru hinir ýmsu pistlar og athugasemdir.  

Mörgum finnast alltof margir útlendingar komnir til landsins, og þeir hafa alveg rétt á þeirri skoðun sinni, það sem skiptir kannski máli er hvernig sú skoðun er sett fram. Hvort hún sé meiðandi og særandi eða studd rökum og sett upp á málefnanlegan hátt. 

Ég tel að þeir útlendingar sem komið hafa til Íslands undanfarin misseri og ár auðgi menningu landsins. Aftur á móti getur vel verið að heldur margir hafi komið til landsins á stuttum tíma. Svo er spurningin hvernig við vinnum úr málunum (ég vil ekki segja 'vandanum', en vandinn getur vissulega myndast ef ekkert er að gert).  Ætlum við að skapa menningarlega stéttskipt þjóðfélag (t.a.m. þar sem asískar eða a.-evrópskar konur þrífa heimili okkar 'Íslendinganna') eða ætlum við að nýta þann mikla mannauð sem kominn er til landsins? T.a.m. er hluti af því fólki sem starfar við láglaunastörf (sem Íslendingar vilja ekki líta við) með iðnmenntun eða menntun á háskólastigi. Þetta er menntunarlegur auður sem íslenska ríkið hefur ekki þurft að greiða fyrir, en þjóðin getur aftur á móti nýtt sér til framdráttar.

Eigið góða helgi,

    Dagbjört 


Salka Valka

Halldór LaxnesHér á Dalvík er starfandi kröftugt leikfélag og nú í haust er félagið að ráðast í það mikla verk að setja  á fjalirnar Sölku Völku eftir Halldór Laxnes. Leikstjóri verksins er Inga Bjarnason og sér hún einnig um leikgerð ásamt fleirum. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur. Og úr því að ég get ekki verið með í ár, stefni ég að sjálfsögðu að því að mæta á frumsýninguna á verkinu.

        Dagbjört


Want to be Evil

Eartha KittNú er ég loks búin að læra að setja inn lög í tónlistarspilarann hér á blogginu, eftir ítrekaðar tilrauni Cool
Nú er bara að vita hvort þetta hafi verið hundaheppni hjá mér, eða hvort mér takist að setja inn fleiri lög.... aldrei að vita. En allavega, lagið sem ég setti inn heitir Want to be Evil og það er Eartha Kitt sem syngur.  Gæti verið gaman að hlusta á hana þegar púkinn hleypur í mann Wink

Njótið vel,

    Dagbjört 


Undurfagur fugl

IMG_3716Um daginn fór ég á ráðstefnuna Hin mörgu andlit menningar og lista. Það var ótrúlega gaman, fróðlegt og upplífgandi að sitja ráðstefnuna. Það er tvennt sem skilur mest eftir hjá mér. Fyrst er að nefna vinnusmiðju þar sem þátttakendur gátu búið til allt milli himins og jarðar úr margvíslegum efniviði. Á meðfylgjandi mynd má sjá undirritaða að að mála undurfagrann fugl. En listaverkið unnum við vinkonurnar saman, ég og Michelle. Síðan er það heimsókn í leikskólann Naustatjörn sem ég hafði mjög gaman af, og langar einfaldlega aftur til að skoða enn betur. Flottur skóli og frábært skólastarf sem þar fer fram. 

           Dagbjört
 


Viðhorf ungs fólks til innflytjenda

Ég er að grúska í rannsókn á viðhorfi ungs fólks til innflytjenda á Íslandi.  Þar er ýmislegt áhugavert að finna fyrir þá sem hafa áhuga á þessum málum yfirleitt. Eitt af því er að hlutfall þeirra nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla sem telja að það séu of margir innflytjendur á Íslandi nánast tvöfaldaðist milli áranna 1997 og 2003, fór úr 24% í 41%. Ég velti fyrir mér hvernig ætli staðan sé í dag? Síðan 2003 hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað úr u.þ.b. 3.5% í  6% í árslok 2006. Og þá eru ekki taldir með þeir innflytjendur sem þegar hafa fengið ísl. ríkisborgararétt. Ég hef á tilfinningunni að hlutfall þeirra sem finnast of margir innflytjendur á Íslandi hafi fjölgað ansi mikið frá því 2003. 

Stóra spurningin hlítur að vera sú hvað við ætlum að gera í málunum? Einfalt að spyrja, en erfitt að svara. Eitt af því sem mér finnst er að það er allt of mikið um neikvæðar fréttir af innflytjendum. Hvað með allt það jákvæða sem innflytjendur koma með sér. Það er svo sem ekki eins og þessi tilhneiging fjölmiðla og fólks yfirleitt snerti einungis innflytjendur. Þetta á t.a.m. líka við um unglinga.  Sá hópur er oft dæmdur út frá nokkrum svörtum sauðum í hjörðinni. Einnig held ég að ýmis vinaverkefni geti skilað árangri, þar sem krakkar af íslenskum uppruna eignast vini af erlendum uppruna. Ég sá einhverntíma grein um þess háttar verkefni í Noregi, það er bara stolið úr mér eins og er hvar það var og hvað verkefnið heitir, þannig að ég get ekki bent á það. En allavega, þá var fylgni milli þeirra sem áttu vini af erlendum uppruna og þeirra sem voru jákvæðir gagnvart innflytjendum.

Og af hverju vil ég endilega að krakkar séu jákvæðir gagnvart innflytjendum? Ég held að það vinni gegn fordómum og  að krakkar eigi þá auðveldara með að eiga samskipti við aðra krakka sem eiga annan uppruna en íslenskan. Sem síðan getur leitt til þess að þegar þau verða fullorðin að þau geta unnið með fólki af erlendum uppruna. Ég held að það geti sem sé komið í veg fyrir árekstra, etníska klíkumyndun með öllu því sem henni fylgir o.s.frv. Sem sé, þetta snýr allt að samskiptum milli fólks. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, best að halda áfram með ritgerðarskrif Happy

Kv. Dagbjört 

 


Gerðhamrar

IMG_3504Í byrjun ágúst var ég stödd á Ísafirði vegna andláts afa míns og skrapp eitt kvöldið vestur yfir heiðar í þann fagra fjörð sem nefnist Dýrafjörður. Það var yndislegt veður þetta kvöld og sjaldan hefur mér fundist vera eins fallegt að keyra niður Gemlufallsheiðina og sjá ofan í fjörðinn. En e.t.v. fannst mér fjörðurinn svona fallegur vegna þess hve langt var um liðið frá síðustu ferð minni þangað og svo tilefni ferðarinnar. Við keyrðum út að Gerðhömrum, þeim stað sem ég á mínar bestu minningar frá og fórum upp í hlíðina þar sem ég tíndi lyng og klippti trjágreinar til að láta setja í kistuskreytinguna, kransa ásamt því sem lítill vöndur var settur í sjálfa kistuna.

 

Skoðið endilega myndirnar, vonandi sjáið þið fegurðina, ég er sennilega ekki dómbær þar sem mér finnst allt fallegt og gott við Gerðhamra... nema kannski það að þeir eru ekki lengur í eigu fjölskyldunnar....

kv. Dagbjört 


Lagaflækjur í völundarhúsi...

Ég er að rembast við að skrifa um þau lög sem fjalla um útlendinga og innflytjendur á Íslandi. Og þvílíkt og annað eins!! Ensku textarnir sem ég las í eigindlegum aðferðarfræðum um veraldarsýn o.þ.h. (fyrir þá sem þekkja til) eru barnaleikur miðað við þessa flækju, og samt er þetta nú allt á íslensku - eða á allavega að vera það. Svo þegar ég held að ég skilji eina lagagrein fer allt í flækju þegar ég les áfram ... og svo er vitnað fram og til baka í fleiri greinar og önnur lög!! Og nú skil ég ósköp vel af hverju lögfræðinámið tekur 5 ár (held það sé rétt hjá mér) Frown

Dagbjört 


Hin mörgu andlit menningar og lista

Er á leið á ráðstefnu/námskeið á morgun sem ber þetta heiti Hin mörgu andlit menningar og lista. Þátttakendur koma frá öllum norðurlöndunum og færri komust að en vildu að mér skilst. Mér finnst það mikill metnaður hjá Akureyrarbæ að standa fyrir slíkri ráðstefnu. En allavega, þetta verður ekki lengra núna, leyfi ykkur vonandi að heyra hvernig var í smiðjunni þar sem stór og lítið smíða saman sem stýrt verður af  George Hollander, leikfangasmiði í leikfangasmiðjunni Stubbi. Þetta verður bara spennandi og skemmtilegt Smile

Kv. Dagbjört


Úff...

Get ekki sagt að ég gleðjist yfir þessari frétt. Hvað með ásýnd Vestfjarða og ferðamannaiðnaðinn sem hefur farið ört vaxandi??? Hvernig á þetta tvennt að geta farið saman? Ég keyrði vestur um daginn, fór Djúpið þar sem það er styttra, en á baka leiðinni valdi ég að fara heiðarnar. Og það er hreint ótrúlega fallegt á þessu svæði. Og já, ég veit alveg að heimamenn lifa ekki á því að gamlir Vestfirðingar keyri þarna í gegn. Enginn lifir á því. En hvað með aðrar leiðir? Þekkingariðnaðinn, ferðamannaiðnaðinn? Óspillta náttúrufegurð Vestfjarða? 

        Með sorg í hjarta, Dagbjört
 


mbl.is Leyfa byggingu olíuhreinsistöðvar í Arnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband