Nýbúaútvarp, af hinu góða.

Frábært framtak. Það er einmitt á þennan hátt sem hægt er að auðvelda innflytjendum aðlögun að íslensku samfélagi. Meðan þú veist ekki hvað er í boði, hvað er að gerast, til hvers er ætlast af þér er mjög erfitt að bregðast við því, tekur allavega ansi langan tíma. Vonandi verða þær upplýsingar sem fram koma í Nýbúaútvarpinu til þess að innflytjendur þurfi ekki að reka sig á eins marga veggi og geti tekið meira þátt í samfélaginu. Nú er bara að bíða þess að útsendingar nái til allra landsmanna!

Dagbjört


mbl.is Nýbúaútvarp mun nást á öllu höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alkemistinn og Hrafninn

HrafninnÉg er nýbúin að lesa bækurnar Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur og Alkemistinn eftir Paulo Coelho. Þetta eru mjög ólíkar sögur en samt semáður finn ég ýmislegt sameiginlegt með þeim. T.d. hræðsluna við hið óþekkta, drauma og þrár og það að sjá merkin sem umhverfið sendir okkur.
Hvort sem það eru merki frá fólki, náttúrunni eða almættinu.

Hrafninn er söguleg skáldsaga og þær finnast mér mjög skemmtilegar. Alltaf gaman að lifa sig inn í sögusvið sem gerðist fyrir langa löngu þegar skemmtilegar og raunsannar lýsingar fylgja um lífshætti, siði og venjur manna. Og svo fjallar Vilborg á mjög skemmtilegan hátt um samskipti Inúíta og Norrænna manna og fordóma þeirra á milli.

 

 

AlkemistinnAlkemistinn var fljót lesin, en ekki auðmelt. Það er eins og hver blaðsíða sé hlaðin visku. Visku sem hver lesandi getur skilið á sinn hátt út frá sinni eigin reynslu. Maður mátar sig við innihaldið og nær á einhvern hátt að skilja eigin aðstæður og hugsanir á annan hátt en áður. Svo grunar mig að þetta sé bók sem ég eigi eftir að glugga í seinna meir, opna hana á tilviljakenndan hátt og máta söguna við líf mitt og tilveru þá stundina.  Og vonandi skilja lífið betur en áður...

 Mæli með báðum þessum bókum Smile

                        Dagbjört


Ert þú fordómafull/ur??

Hvað eru fordómar? Á einfaldan hátt má segja að svarið felist í sjálfu orðinu for - dómur, það að dæma fyrirfram, dæma án þess að kynna sér viðkomandi einstakling eða aðstæður. En ætli þú lesandi hafir fordóma í garð einhverra? Ég held að flestir svari þessari spurningu neitandi, allavega heyrir maður fólk gjarna segja: Ég er ekki fordómafull/ur en .... Nú eða að fólk segir: Ég er ekki rasisti en...

Hvað þýðir þetta litla orð 'en' í þessu tilfelli? Það getur m.a. þýtt: Útlendingar eru fínir, bara að ég þurfi ekki að eiga samskipti við þá.

Íslendingar hafa löngum talið sig vera fordæmalausa þjóð. Það er bara einhvernveginn þannig að við verðum ekki vör við eigin fordóma fyrr en á reynir. Og nú reynir á. Algengastir á vesturlöndum í dag eru svokallaðir hversdagsfordómar, þ.e. duldir fordómar. Þeir lýsa sér í pirringi, óvingjarnlegri framkomu, tortryggni, uppnefnum, háði, hroka, afskiptaleysi og verri þjónustu. Kannast ekki einhver við að hafa annað hvort sagt eða heyrt fólk segja: Ég fékk mér 'tæju' til að þrífa hjá mér. Eða: Það er svo mikið af Pólverjum þarna að ég nenni ekki þangað inn. Það mætti telja upp mörg dæmi um það sem fólk segir, allt frá því að kvarta undan of mikið af útlendingum út í næstu matvöruverslun til þess að hræðast það að börn þeirra fái lakari skólaþjónstu vegna þess hve margir útlendir nemendur séu í skólanum.

Þó að ég beini sjónum mínum aðallega að fordómum í garð fólks af erlendum uppruna þá beinast þeir að mörgum öðrum minnihlutahópum (beinast einnig í báðar áttir, en það skrifa ég um seinna). Fyrr í kvöld horfði ég á fréttir RUV og þá var verið að fjalla um málefni samkynhneigðra í Færeyjum. Það var tekið viðtal við hjón á förnum vegi og þau spurð um skoðun þeirra. Frúin varð fyrir svörum á meðan eiginmaðurinn nikkaði með góðlátlegt bros á vörum. Hún sagði sem svo að þau væru mótfallin tilteknum lögum sem spurt var um (sem að mig minnir eru til að styrkja/verja stöðu minnihlutahópa í Færeyjum, m.a. homma og lesbía) af því að þau væru Kristin (með áherslu)... og svo brosti hún sínu blíðasta og bætti við að þau samþykktu samt sem áður alveg þetta fólk sem manneskjur....... Sem sé, þú ert manneskja en átt ekki að fá sömu réttindi og ég, ekki eins rétthá.

Nóg um þetta í bili, væri gaman að fá að heyra skoðanir ykkar, dæmisögur eða innlegg.

 Dagbjört

 

 

 

 


Norske poteter og postmodernistiske negre

Norske poteter og postmodernistiske negreFyrir þá sem hafa áhuga á samskiptum fólks mæli ég með þessari bók. Ég verð þó að viðurkenna að ég skil ekki ennþá alveg hvað höfundurinn meinar með postmodernistiske negre... kannski það renni upp fyrir mér einn daginn. Í bókinni segir Walid Al-Kubaisi frá samskiptum innflytjenda og Norðmanna í Noregi . Þetta eru ýmist dæmi úr hans eigin reynslu eða úr reynsluheimi annarra. Stundum táraðist ég af hlátri, en öðrum stundum táraðist ég vegna þess hve sárt ég fann til með þeim sem áttu í hlut.

Walid er upprunalega frá Bagdad og hefur búið í Noregi frá 1986. Hann er gagnrýninn í skrifum sínum bæði á hinn almenna Norðmann sem og trúbræður sína. Við lestur bókarinnar fannst mér ég fá örlitla innsýn í hugsanagang múslima, þá miklu togstreitu, óöryggi og jafnvel örvæntingu sem myndast getur þegar fólk flyst í gerólíkt samfélagi,. Hann segir t.d. frá íröskum manni sem ólst upp í einum af heilugustu bæjum Shía múslíma. Þessi maður hafði aldrei séð andlit konu fyrr en 19 ára gamall er hann fór sem hermaður til Bagdad. Þegar hann svo kom sem kvótaflóttamaður til Noregs átti hann í fyrsta sinn í daglegum samskiptum við konur... þær voru léttklæddar, þær brostu til hans. Hann var augljóslega ekki læs á norska menningu og rangtúlkaði algerlega skilaboðin úr umhverfinu. En það sem höfundurinn gerir svo vel er að útskýra fyrir lesandanum forsendur norðmanna og svo forsendur múslima, þ.e. af hverju misskilningur á sér stað.

Mæli með þessari bók Smile


Skóli fyrir börn erlendra starfsmanna, fyrir hvern er þetta hugsað??

Fyrir hvern væri skóli sem þessi? Allt námsefni á ensku, börn erlendra starfsmanna íslenskra fyrirtækja... ? Hvaða íslenskra fyrirtækja? Er verið að tala um fyrirtæki á borð við Íslenska erfðagreiningu, íslensk fiskvinnslufyrirtæki, verslanir, byggingafyrirtæki...? Erum við að tala um skólagjöld, þ.e. yrði þetta einkaskóli? Og væri þetta besta leiðin fyrir börnin??

Í fyrstu hljómaði þetta ágætlega í mín eyru, en svo vöknuðu allar þessar spurningar og fleiri til. Af hverju mega nemendurnir ekki ganga í almenna íslenska skóla, nú eða íslenska einkaskóla? Af hverju ekki að leggja þá fjármuni sem færu í þennan skóla í að bæta enn frekar kennslu og aðbúnað nemenda af erlendum uppruna? Og síðast en ekki síst, af hverju mega börnin ekki kynnast íslenskum sem útlenskum nemendum, læra íslensku og jafnvel ganga í hverfisskólann sinn? Ef þessi leið yrði farin, væri þá ekki verið að ýta undir aðskilnað í stað aðlögunnar??? Getur verið að þessi hugmynd hafi vaknað til að bæta þjónustu við fullorðið fólk sem gegnir störfum í sendiráðum og öðrum háttsettum störum?

Það sem fram kemur í þessari frétt stríðir gegn öllu því sem ég hef verið að kynna mér undanfarin misseri varðar félagslega aðlögun fólks af erlendum uppruna. Það væri gaman að heyra meira um þessa hugmynd, hvernig þetta er í raun hugsað, eða hvort þetta sé yfir höfuð bara hugmynd sem óvíst er hvort verði að.

Dagbjört


mbl.is Hugmyndir um alþjóðlegan skóla á Íslandi þar sem námsefni yrði á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði nú verið berfætt...

... ja eða allavega í öklasokkum Cool En það verða allavega öll tækin voða hrein eftir þetta uppátæki. Og skil nú ekkert í pólítíkusnum að hala ekki inn nokkrum atkvæðum með því að taka þátt í leiknum Whistling

Dagbjört


mbl.is Berrassaðir í líkamsrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ætlum við að bregðast við breyttu samfélagsmynstri?

Okkur fjölgar og fjölgar. Nú getur maður vænst þess þegar farið er út í búð að heyra fólk tala pólsku, albönsku, tælensku, einhver af hinum mörgu tungumálum Filippseyjinga, serbnesku-króatísku.... og svo lengi mætti telja. Þetta er ótrúlega mikil breyting á afar stuttum tíma. Málið er bara, hvað ætlum við að gera við allar þessar breytingar? Þ.e. hvernig ætlum við að bregðast við þeim? Samfélag okkar er orðið fjölmenningarlegt hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og ég vil meina að það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn og vera á móti öllu og vilja fara til baka til þess samfélagsmynsturs sem var. Það er ekki lengur, því verður ekki breytt. En hvernig ætlum við að vinna úr öllum þessum breytingum til þess að samfélag okkar dafni enn betur og allir, af hvaða uppruna sem þeir eru, nái að lifa saman í sátt og samlyndi? Mér þætti gaman að fá comment frá ykkur sem þetta lesa, hvað ykkur finnst, hvort þið hafið einhverjar hugmyndir o.s.frv.

Dagbjört


mbl.is Fólksfjölgun á Íslandi með því mesta sem mælst hefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er ástin??

Get ekki orða bundist! Af hverju ætli konan hafi gifst honum til að byrja með?? Peningar, útlit, völd? Kannski hún hafi farið á stúfana og fundið þau gen sem hún hefur talið ákjósanleg til að blanda sínum og svo þegar á hólminn var komið virkaði plottið ekki. En hvað ætli hún hefði sagt ef hún hefði orðið ólétt fyrir brúðkaupið???? Ætli hún hefði kært hann fyrir að sverta mannorð sitt? En allavega, hvar var ástin í þessu sambandi?

Dagbjört


mbl.is Kona fékk skaðabætur vegna getuleysis manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æj, æj...

Ekki þykir mér skrítið að hún vilji ekkert með hann hafa... þó svo hún hafi ekkert vitað um þessar upptökur þá má gera sér í hugarlund að maðurinn sé eitthvað ... ja, brenglaður. Annars er aldrei að vita hvað ástin fær 'venjulegt' fólk til að gera.

Dagbjört


mbl.is Dónaleg hefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparisjóður Svafdæla til fyrirmyndar!!

Nú þykir mér gott að búa á Dalvík Smile  og það er ekki laust við að það örli á pínulitlu stolti yfir að búa á stað þar sem fólk lætur verkin tala. Ég er viss um að þetta hús á eftir að setja fallegan svip á bæinn og hleypa enn meira lífi í menningarlífið. Ég segi bara, til hamingju Dalvíkingar!

Dagbjört


mbl.is Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband